Þetta getur ekki staðist !

Það getur ekki staðist að AGS hafi varað við í apríl bæði ISG og Jóga hafa sagt það margsinnis að þær hafi aldrei fengið viðvaranir en núna segja þær að Seðlabankinn hafi ekki brugðist nógu kröftuglega við eru þær fífl eða telja þær almenning vera fífl ?

 Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær.


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Já þetta er alveg með ólíkindum!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 1.3.2009 kl. 20:08

2 identicon

Hvar sögðu þær þetta?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Sveinn þú hlýtur að vera ungur, þær hafa alltaf haldið því fram að þær hafi ekki verið varaðar við, aldrei hef ég heyrt eftir þeim haft að þær hafi pressað á Seðlabankann.

Ragnar Borgþórs, 1.3.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Bíddu við Sveinn... Hvar geturðu bent mér á að þær hafi verið varaðar við? Ef um orð er að ræða gegn orði, af hverju ertu þá að drulla yfir þær? Hefur þú einhverjar haldbærar sannanir á takteinum sem sýna fram á að þær hafi verið varaðar við?

Ég veit ekki betur en það hafi verið meira og minna öll þjóðin sem pressaði á Seðlabankann. Farið hefur fé betra. Og það að Ingimundur hafi verið ráðinn til Noregs þarf ekki að segja okkur neitt um hæfni hans sem seðlabankastjóra umfram aðra. Hann er eflaust ágætur, en hvort hann er einhver sérfræðingur hefur aldrei verið sýnt fram á. Hann var ráðinn vegna reynslu sinnar, og kannski var kominn tími til fyrir hann að færa sig í annan banka eftir allan þennan tíma. 

En hvar og hvenær voru þær varaðar við Sveinn, og hvar eru sannanir þess efnis?

Baldur Sigurðarson, 3.3.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ingibjörg sagði þetta í sjónvarpi allra landsmanna og það er naumast að það fer illa í Baldur en sannleikurinn er of slæmur, en svona eru hlutirnir og það sem stjórnin gerði hún kallaði á bankastjórana og er ekki allt í lagi  jú jú Geiri minn hafðu engar áhyggjur. Það er eins og að koma að þjóf í íbúðinni sinni og spyrja hann er ekki alt í lagi varstu nokkuð að villast hérna eru dyrnar góði. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.3.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband