Færsluflokkur: Dægurmál
Ef þið hugsið aðeins út fyrir rammann þá áttið þið ykkur á að þessir plebbar borga ekki krónu sjálfir vegna þrifa og viðgerða.
Svona aðgerðir hækka bara tryggingarnar hjá okkur því þeir eru allir vel trygðir. Ég skil grermju ykkar því hún blundar einnig í brjósti mér.
Okkar veikasta von er að spilt stjórnvald í landi okkar nái að koma böndum á þessa landráðamenn.
Mætum öll á Austurvöll í dag kl: 17:00
![]() |
Hús máluð í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 13.8.2009 | 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er augljósara með hverjum deginum að stjórnendur landsins og þeir sem flytja okkur fréttir eru allir í B&L klúbbnum (Bull og Lygi ). Hversu lengi á þetta að ganga ? Á milli þess sem þessir hálfv.. hræða líft´runa úr okkur með sögusögnum af því hvernig verður farið með okkur ef við borgum ekki þá kemur annar hópur og segir að við eigum ekki að borga vegna þess að við þurfum þess ekki. Hverjum á að trúa ? Ég trúi pottþétt ekki stjórnvöldum því þau eru saman safn af valdasjúku pak..
![]() |
Afgreiðslu AGS frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 30.7.2009 | 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég óska gæslunni til hamingju með nýju vélina, það er góð nýting á gömlu vélinni eða rúmlega 32 ár.
![]() |
TF-SIF komin til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 1.7.2009 | 16:13 (breytt kl. 16:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrirsögnin er sett fram eins og að um staðreynd sé að ræða en svona fréttir eru vatn á myllu óstöðugra.
Svona frétt gætti orðið hvati fyrir sjúka til að stytta sér aldur, þetta gæti líka verið söguburður og á því ekki heima á fréttasíðum.
![]() |
Aðdáendur Jacksons svipta sig lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 30.6.2009 | 15:53 (breytt kl. 15:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég segi eins og sagt var í október " Guð blessi Ísland".
Ég vona að menn taki réttar ákvarðanir þó að reynslan sýni að ráðherrar og þingmenn séu ekki þess trausts verðir.
![]() |
Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 29.6.2009 | 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er eins og mig minni að Icelandair hafi verið að ráða gegnum erlendar leigumiðlanir flugmenn. Þá var kastað fram þeirri tilgátu að einhver væri að maka krókinn, hver gæti það nú verið ? Væri nú ekki nær að halda inni innlendu vinnuafli þar sem þetta fyrirtæki er jú í eigu ríkisins eða er það ennþá á valdi útrásarvíkinganna ? Eru menn á bónusum þarna ennþá sem hvetja þá til að svíða undan íslenskum flugmönnum ?
Ég hef alltaf verið stoltur af því hversu góða flugmenn við eigum en það eru greinilega ekki allir á sama máli.
Ríkið það erum við og við eigum að efla íslenskt atvinnulíf og "hana nú".
Það þarf kannski að fara að hreinsa til á efrihæðum Icelandair.
![]() |
32 flugmönnum verður sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 24.6.2009 | 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er enn ein rósin í hnappagat Frjálsa. Sem betur fer hef ég ekki átt viðskipti við þessa gl...menn en þekki því miður mörg dæmi þar sem þeir hafa svikið viðskiptavini sína í viðskiptum.
Reyndar hef ég haft tal af þeim vegna viðskipta inna fjölskyldunnar en þá brugðu þeir meðal annars á það ráð að ljúga upp í opið geðið á mér en ég vissi betur og maður í þeirra umboði viðurkenndi lygarnar.
![]() |
Bankinn fékk ekki lyklana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 17.6.2009 | 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég held að Ragnheiður ætti að fara að snúa sér að plötuþeytingi aftur hún er alveg handónýtur forseti alþingis.
Ég beið bara eftir því að hún snappaði á bjöllunni, hverskonar trúðar eru farnir að stjórna okkar virðulega alþingi ?
![]() |
Óásættanleg framkoma forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 17.6.2009 | 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ætlar Steingrímur og Jóhanna ekki að lofa núna bót og betrun ?
Hafi einhvern tíma verið vanhæf ríkisstjórn þá er það núna.
Núna væri gott að hafa DO til að kenna honum um allt en sorry því er ekki að dreifa. Ég er viss um að núna vildu margir hafa hann til að taka til.
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 10.6.2009 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hversu lengi ætlar Gunnar Birgisson að láta trygga Sjálfstæðismenn söffera fyrir vinnubrögð sín ?
Gunnar ætti að vera fyrir löngu búin að stíga niður enda maðurinn holdgerfingur spillingar og hroka slík eru vinnubrögð hans.
Það er alkunna hvernig sjálfstæðismenn stóðu við bakið á Gunnlaugi Þór og guldu afhroð fyrir í síðustu kosningum, er það það sem gera á í Kópavogi ?
Ef Gunnar stígur ekki niður núna mun fjöldi sjálfstæðismanna segja sig úr flokknum og þar á meðal ég.
Ég er lang þreyttur að þurfa að svara fyrir svona vinnubrögð.
![]() |
Hugsanleg brot á lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 9.6.2009 | 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar