Einkennilegar reglur.

Reglur um rafskutlur ( stundum kallaður Vespur en eru það ekki ) eru mjög svo einkennilegar svo ekki sé meira sagt.  Til að aka þeim þarf ekki réttindi né eru þau skráningarskyld og þar af leiðandi ekki tryggð þannig að ef þau valda tjóni er það undir ökumanninum  hvort hann bæti tjónið eður ei.

Ekki veit ég hversu stór þessi "skutla" var en nú eru í sölu hérlendis hjól sem ná aðeins 25 km hraða og eru það þær sem fólki stendur ógn af.

Þeim má aðeins aka á göngustígum og gangstéttum og  eins og áður kom fram ná 25 km hraða  hljóðlaust aftan að fólki.  Ég kannast við það sem reiðhjólamaður að oft bregður fólki mjög þegar maður kemur aftan að því en ef þú færð svona hjól á þig á 25 km hraða er allnokkuð líklegt að slys hljótist af.

Annað og öllu vera er það að ekki er hjálmaskylda og þykir mér það mjög bagalegt. 

Ég var í haust að hjóla niður Laugaveginn en  þá kemur aftan að mér eldri maður á svona hjóli með aðra hönd á stýri og með hækjuna sína í hinni.  Ég hjólaði hann uppi og spurði hann hversvegna hann væri ekki með hjálm ?  "Þarf þess ekki" samkvæmt lögum svaraði  hann og hélt sína leið í stórsvigi milli bílana. 

Ef aftur á móti mér dytti í hug að flytja hingað inn hlaupabretti með litlum bensinmótor yrði það umsvifalaust tekið af mér.

Það er álit mitt að reglur þarf að setja um þessi tæki til að skapa sátt um þau.

 

Hjálm á hausinn, lagmarks krafa.

 


mbl.is Ekið á mann á rafskutlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband