Grænir bílar ?

Mikið hefur verið fjallað um mengun af hinum ýmsu orkugjöfum og hefur rafmagninu verið haldið á lofti sem hinu eina rétta. 

Ekki hef ég heyrt á það minnst að þessir bílar eru skaðvaldar í umhverfi okkar en það er nú samt svo.  Þeir nota mikið magn rafgeyma ( batterý) sem ekki er hægt að eyða á vistvænan hátt, sýnir best að það er lagt að okkur að skila inn rafhlöðum í stað þess að setja í ruslið, get ekki séð að rafmangsbílar geti talist grænir.

Meðfylgjandi er linkur þar sem "hybrids" er umfjöllunarefnið.

http://clubs.ccsu.edu/Recorder/editorial/editorial_item.asp?NewsID=188

Dísilvælum hefur verið fundið það til foráttu að þær megi svo mikið ( CO2 í útblæstri ).  Ég fór inná orkusetur.is og setti þar inn þrjá  bíla af svipaðri stærð og niðurstaðan kom mér verulega á óvart.

Miðað við 18.000 km. pr. ár. magn co2 í útblæstri:

Skoda Octavia 1.9 TDI sjálfskiptur:           2,8 tonn

Toyota Avensis 1.8 bensín sjálfaskiptur   3,5 tonn

Nissan Qashqai 2,0 bensín sjálfskiptur       3,4 tonn

Það kom mér reyndar á óvart að þetta mælist í tonnum.

Varðandi rafmagnsbíla sé ég ekki íslendiga sem hafa litla biðlund fyrir mér að bíða meðan hleðslan klárast.

 

 

 


mbl.is Ráðstefna um byltingu í rafmagnssamgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu að bulla? Maður á ekki alltaf að trúa því sem maður sér á Netinu. Ég nenni ekki að vera að verja Prius (sem dælir reyndar út CO2 eins og hann fái borgað fyrir það) en rafmagnsbílar eru og verða langumhverfisvænsti kosturinn.

Ef þú skilar inn rafgeymunum (það væri varla rafmagnsbílnum að kenna ef þú myndir sjálfur ákveða að henda geymunum í ruslið eins og bjáni) eru þeir settir beint í endurvinnslu.

Efnið í sjálfum rafmagnsbílunum er síðan yfirleitt að langmestu leyti endurvinnanlegt plast, ólíkt stálinu í bensínbílunum.

Það kemur fólki einmitt oft á óvart að bensín- og díselbílar dæli mörgum tonnum af stöffi út í andrúmsloftið á ári hverju. Það er af því að framleiðendur auglýsa g/km. 104 grömm á kílómetra hljómar ekki mikið (það magn sem Prius mengar) en margfaldaðu það með 12000 kílómetra aksti á ári og sjáðu svo magnið.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Bulla kannski, þú meinar að maður ætti ekki að trúa því sem maður les  Kynnti mér hvað um rafgeyma hjá Sorpu og í ljós koma að þeir eru endurunnir í Svíþjóð ( plastið, býið og sýran ) það er ef menn eru ekki bjánar eins og ég og henda þeim í ruslið .  Varðandi venjulega bíla er hægt að endurvinna þá allt að 85-90 % samkvæmt upplýsingum sem ég las.

Varðandi Prius þá kemur fram hjá Orkusetrinu um CO 2  að hann dæli 1,9 tonnum úr sér miðað við 18 þ.km.

Ragnar Borgþórs, 8.9.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Er í tísku að vera grænn ? Ekki batnar það þegar menn verða svo Vinstri grænir ... ullabjack

Birgir Hrafn Sigurðsson, 8.9.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

CO2 er ekki hættulegt efni, mér þætti ágætt að menn hættu að tala um það meinlausa stöff sem einhvern skaðvald.

Díesel-bílar pumpa ekki út neitt sérstöku magni af hvorki CO2 eða CO.  Því það er Diesel!  Það er fullkominn bruni!  Það kemur fullt af ösku og svifriki, en það er hægt að sía úr.  Verra er hve illa þeir þola snatt-akstur. 

Ég ætla að fara og smíða mér bíl sem gengur fyrir selkópum og dælir út engu nema CO2.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.9.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband