Framtíðarbörnin fyllast hræðslu

Það kom mér á óvart hversu þessi tilraun veldur miklum ótta hjá börnum og ungmennum.

Strákarnir mínir ( 15 ára ) hafa varla rætt um annað síðan fréttin birtist á Stöð 2 og spurt mig hversvegna þessir vísindamenn eru að þessu.  Að sjálfsögðu var fátt um svör.  Þeir höfðu samband við félaga sína og á þeim bæ hafði þeim verið sagt að búið sé að slá tilraunina af, nú klappa tilraunamennirnir þarna úti og búnir að setja allt í gang.

Fréttin hjá Stöð 2 var sett upp sem svo að þetta það er "heimsendir" væri  möguleiki í kjölfar tilraunarinnar. 

Þegar ég mæti í vinnu í morgun heyrði ég samstarfsmenn mína vera ræða þetta og í ljós kom að þetta hefur líka valdi usla á öðrum heimilum.

Kannski og vonandi eru þessi börn skynsamari en við og snúa þessari þróun við.


mbl.is Hátíðarstemmning við hraðalinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.. Hann gerði mikinn grikk þessi eini eðlisfræðingur í heiminum sem sagði að það væri einhver hætta. Einn vísindamaður af tugum milljóna.

Staðreyndirnar eru bara þær að það er ekki einu sinni smá hætta af þessu. Öflugri geislar lenda á andrúmslofti jarðar milljón sinnum á sekúndubroti. Ef það væri hætta af þessu þá væru jörðin að springa milljón sinnum á sec.

Fólk er bara ekki að kynna sér staðreyndir. Skömm þegar fréttamenn gera það ekki.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:20

2 identicon

Hvað ertu að segja? Vonandi verða börnin litlar ofurhetjur sem stöðva rafalinn sem allt vitlausa fullorðna fólkið heldur að sé upphafið að endinum?

http://en.wikipedia.org/wiki/Safety_of_the_Large_Hadron_Collider

Lestu heldur og spjallaðu við strákana.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:27

3 identicon

Hmm, ég held ég hafi misskilið þig.. Þú átt væntanlega við þá þróun að menn séu farnir að óttast dómsdag vegna tilrauna sem þessa - að börnin geri það ekki með komandi árum.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: gummih

Börn og ekki börn.

Það er þess virði að minnast þess að fjölmiðlum vegnar best með því að básúna öfgarnar og spá heimsendi. Hinsvegar hef ég ekki rekist á umsögn frá einhverjum sem hefur vit á málinu tala gegn hraðlinum, í mesta lagi einhverjir áhuga"vísindamenn" sem hafa verið að tala um að hraðallinn gæti myndað svarthol.

http://en.wikipedia.org/wiki/Safety_of_the_Large_Hadron_Collider#Specific_concerns_and_safety_arguments

Ég hef fylgst ofurlítið með þessu og er pollrólegur yfir þessu, sem og flestir aðrir. Þarna er hinsvegar komið tækifæri til að svara mörgum spurningum sem við höfum um hvernig heimurinn er upp byggður. Þessi hraðall gæti t.d. fært okkur stóru skrefi nær stöðugum kjarnasamrunaverum (sem krefjast ekki geislavirkra efna og framleiða heldur ekki geislavirkan úrgang en framleiða raforku)

gummih, 10.9.2008 kl. 13:31

5 identicon

Frábær fyrirlestur um tilgang tilraunarinnar: http://www.ted.com/index.php/talks/brian_cox_on_cern_s_supercollider.html

Það þarf reyndar ekki að kynna sér þetta tæki mikið til að vita að fyrsti áreksturinn/sprengingin verður ekki fyrr en eftir þónokkra mánuði, það er réttsvo verið að kveikja á græjunni í dag.

En líkurnar á heimsendi þegar fyrsti áreksturinn verður er alveg sáralítill, það datt þetta bara einhverjum í hug og það er ekki vitað 100% hvað gerist þegar áreksturinn verður þannig að það var ekki hægt að afsanna það algjörlega. En rétt eins og Jón segir hér að ofan þá eru svona árekstrar daglegt brauð á jörðinni, eini munurinn er að það er hægt að rannsaka þá inní þessum hraðli.

V (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:05

6 identicon

Hvaða þróun viltu að börnin snúi við?  Vísindunum?  Á að hætta allri framþróun og hefja bakþróun þá?  Það myndi koma sér vel í framtíðinni.

Bjarki (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Í fréttum af málinu var meira fjallað um heimsendir en tilraunina sjálfa.

Þegar ég segi að börnin snúi þróuninni við á ég við "almennt" óháð þessari tilraun.

Ragnar Borgþórs, 11.9.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband