Passaðu á þér puttana

Passaðu á þér puttana var alltaf sagt við mig á yngri árum.

Ég spyr hvað var krakkinn að hugsa, alveg rétt ekki neitt nema ef vera skyldi að gera eitthvað sem þjónaði engum tilgangi.  Vissulega er þessi kofi frekar " döll " sýnist þetta vera einingahús af ódýrari gerðinni en þetta var fyrst og fremst slys sem að alltaf geta orðið. Mér þykir heldur langsótt að fara draga einhvern til ábyrgðar í þessu máli nema ef vera skyldi þá sem koma henni næst.  Girðing hefði komið að gagni þarna en samt ekkert sem segir að ekki yrði bara klifrað yfir hana.

Rifjast upp fyrir mér atvik þegar ungur drengur c,a, 7-10 ára nær kafnaði á sælgætishlaupi, æsifrétta miðlar hentu þessu fram sem sakamáli og spurðu drenginn hvort hann hefði einhver skila boð til annarra barna.

" Þið ættuð ekki að borða svona hlaup" voru skilaboðin, hefðu að sjálfsögðu átt að vera " munnið að tyggja áður en þið kyngið.

Ég óska ungu stúlkunni ( kemur ekki fram aldur ) als hins besta, þetta er ekkert grín að fá svona straum í gegnum sig.

 

 Stúlkan stakk málmhlut inn um grind á spennustöðinni.

 

 


mbl.is Barn fékk mikið raflost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hvort þú hefur lesið Moggann sjálfan en þar kemur fram á forsíðu að þessar spennistöðvar eru fluttar inn tilbúnar. Það sem mér finnst athugavert í sambandi við þetta slys er að ristin er staðsett þannig að þarna er hægt að reka inn, eins og kemur í ljós við þetta slys, aðskotahlut til að rjúfa spennu.

Afhverju eru ekki þessar ristar staðsettar þannig að mjög einbeittan brotavilja þarf til að rjúfa strauminn?

Afhverju eru ekki hlífar yfir öllum þeim stöðum þar sem snerting með aðskotahlut getur orsakað straumrof eða veitt raflost í einhverri mynd?

Í mogganum kemur fram að stúlkan sé níu ára. Börn á þessum aldri eru fikt gjörn og jafnvel ef þeim er eitthvað bannað þá þarf að prófa það.

Helgi (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 10:06

2 identicon

Ég er fullkomlega sammála þér Ragnar!

Þetta er alveg greinilega slys. Mér er einnig spurn hvað krakki sé að gera með hjólreiðastand og reyna að stinga þessu inn um ristina, það er nú þegar búið að koma fram að það þarf að hafa töluvert fyrir því að stinga hlutum inní þessa rist og ef þið hafið skoðað þessar ristar þá þarf að þröngva hlutum inn í þær.

Mér finnst ekki hægt að skella skuldinni á orkuveituna eða þá sem sjá um þessar stöðvar, krökkum er kennt að stinga hlutum ekki inn í innstungur, hvað er krakki að stinga hlutum inní svona rist á "húsi"? Ég held þetta sé nú mest óknyttir og ef það hefði verið girðing þá myndi ég ekkert telja ólíklegra að hún hefði klifrað yfir hana. 9 ára krakkar eru fiktgjörn en á þessum aldrei eru þau almennt einnig farin að móta almenna skynsemi, fikt er ekki það sama og að bera ekki virðingu fyrir eigum annarra sem ég myndi telja að hafi á skort í þessu tilviki.

Ég efast um að stúlkunni hafi verið kennt að stinga járnhlutum innum allt sem hún getur. Auðvitað vonar maður að stúlkan nái sér en það er að mínu áliti rugl og vitleysa að telja Orkuveituna(?) ábyrga eða að fyrirtækið hafi ekki gætt fyllsta öryggis.

Tjásan (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:15

3 identicon

Þess má einnig geta að í DK hefur 7 ára barn þurft að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Það er auðvitað MJÖG sérstakt og MJÖG ungt en það hlýtur augljóslega að gefa til kynna að 9 ára börn eru ekki algjörir óvitar og því finnst mér frekar sérstakt að fólk sé einungis að kenna skorti á öryggi um að þetta slys hafi átt sér stað.

Tjásan (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:31

4 identicon

Þarna hafa greinilega allar varnir og öryggiseftirlit brostið, spennuhafa straumskinnur eru staðsettar óvarðar rétt innan loftristar á dreyfistöð,hreint ótrúlegt kæruleysi af starfsmönnum veitunnar.

Skólabókardæmi um brot á reglugerðum og tilmælum sem veiturnar og Neytendastofa setja sjálfum sér og öðrum verktökum um snertuvarnir.

Vítavert gáleysi af þeim sem gáfu rekstrarleyfi á þetta spennuvirki og engan annan, þetta gat gerst á marga aðra vegu og sennilega átti t.d vatn greiðan aðgang að þessum straumskinnum, óþarfi að hugsa þá hugsun til enda eða hvað, eða ljósboginn hlaupið í háspennu virkið, er kannski farið að gefa afslátt þar af öryggiskröfum vegna kostnaðar. 

Ramus (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband