Og ég beið og ég beið...

Mikið ætlar þetta að vera löng fæðing að einhverju sem er svo alvarlegt að enginn treystir sér til að tjá sig um það.

Sáttahönd Steingríms visnar með hverjum klukkutímanum, sátt um hvað?

Það væri óskandi að fréttamenn væru eins ágengir eins og kollegar þeirra í Noregi, það væri gaman ef þessir Baugsfréttamenn fyrir gefið ég meina stöð2 fréttamenn fylgdu spurningum sínum eins vel eftir.  Viðmælandinn hefur haldið að hann væri staddur á Íslandi þar sem menn komast upp með svona froðusvör.

Og ég bíð og ég bíð og óttast mest að þetta verði ein froðan enn, hvenær er komið "síðar í dag" ?

Ég hélt að þessir lýðræðiskjörnu þingmenn væru líka bundnir trúnaði við okkur fólkið í landinu.


mbl.is Alvarlegri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Ragnar,nú sendum við alla sem á sjó vilja fara á öllum þeim fleigjum sem ekki eru hriplek (og þó) sumir gætu að vísu fengið þau.

Hífum upp helling af fiski og seljum út,söfnum bunka af gjaldeyrir og málið dautt,nema ef vera skildi að þessi litla þjóð verði búinn að gleyma því hvað gerðist árið 2008,þar eru til fleiri Hannesar Smárasynir..................

Vignir Arnarson, 6.10.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband