Einn í tilefni aðstæðna í þjóðfélaginu.

Tvær konur eru á gangi í skógi þegar þær hitta frosk. Froskurinn kallar á þær og segir:”Ég er verðbréfasali, en ill álög breyttu mér í frosk. Ef þið kyssið mig breytist ég til baka”.

Önnur konan grípur froskinn og treður honum í töskuna sína. Hin konan horfir undrandi á aðgerðir konunnar og spyr:”Af hverju ertu að troða honum í töskuna þína, heyrðurðu ekki hvað hann sagði, hann er verðbréfasali”

“Jú, jú” segir hin, “ég heyrði alveg í honum, en eins og markaðir eru núna er bara miklu gróðavænna að eiga talandi frosk.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband