Setur að mér hroll.

Jæja er það þá Iceland Express sem fer næst.

Alveg frá því fárið fór í gang fyrir mánuði hafa menn komið fram og sagt að sitt félag sé í góðum málum.  Eitt hafa þeir þó átt sameiginlegt að fara á kúpuna nokkrum dögum seinna.

Ekki vill ég neinum svo slæmt að verða gjaldþrota en það er bara lögmálið " what go´s around come's around" sem segir mér að þetta fari illa hjá þeim.

Er einhver sem vill veðja ?

 

 

 Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.

 


mbl.is Engin áhrif á Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott á dani!  Gott á þá!!  þeir seldu okkur á sínum tíma makað mjöl!!.  þetta reddast allt!! þetta REDDAST!!

Hvað er fólk annars a kvarta?  Kusu ekki flestir aftur og aftur D og B?  Eru menn ekki bara hressir?  Ha?

À réttri leið!!   Stétt með stétt!!  Klettur í hafinu!!    ERTU EKKI HRESS?  HA? 

Goggi Gúanó (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:29

2 identicon

Já ég er alveg hættur að trúa þessum andskotum sem ljúga hver upp í annan. Fjárfestingarfélagið Fons á bæði félögin og þetta er á leiðinni á hausinn rétt eins og Sterling bíðum bara og sjáum.

Egill (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:29

3 identicon

Pálmi svindlaði á þjóðinni og slapp með það í sambandi við samráð um verð á grænmeti sem frægt var við hverju má búast frá svona manni

ADOLF (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:49

4 Smámynd: Andrés Jónsson

Sæll Ragnar

Ég skil að fólk er með áhyggjur eins og ástandið hefur verið í þjóðfélaginu, en Iceland Express er ekki að fara neitt. Það þarf ekki að óttast það.

Express er með betri sætanýtingu í ár heldur en í fyrra og við byrjuðum snemma á þessu ári að lækka enn meira allan kostnað, sem gerir okkur mjög sveigjanleg í þessu umhverfi.

Alls ekki er hægt að bera rekstur þessara tveggja félaga saman.

Bestu kveðjur,

Andrés Jónsson
Upplýsingafulltrúi Iceland Express.

Andrés Jónsson, 29.10.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Er fólk fífl ? (afsakið orðbragðið) og Andrés, FONS var að missa eitt flugfélag og það á "annað" flugfélag sem er í eigu FONS, heldur þú að það hafi enginn áhrif ? vaknaðu drengur ! og fáðu þér vænan slurk af Expresso kaffi ! ekki Iceland Express kaffi.

Sævar Einarsson, 29.10.2008 kl. 11:27

6 identicon

Andrés, fyrst að þú ert að kommenta, værirðu þá til í að svara fyrir mig spurningunni um það hverskyns fyrirtæki Iceland Express er? Flugfélag, Ferðaskrifstofa, ábyrgðarlaus miðasala sem þykist vera flugfélag?

Brjánn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:29

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég vill samt taka það fram að Iceland Express er flugfélag sem ég á mikið að þakka með lækkuðum fargjöldum.

Sævar Einarsson, 29.10.2008 kl. 11:30

8 Smámynd: Andrés Jónsson

Sæll, Sævar.

Burtséð frá allri umræðu um eigendur, þá er Iceland Express í ágætum rekstri og afdrif Sterling hafa engin áhrif á okkur. Tek undir með þér að það er mikilvægt að halda uppi samkeppni í flugi til og frá landinu.

Ég get fullvissað þig og aðra sem lesa þetta að við erum ekki að fara neitt.

Bestu kveðjur,

Andrés

Andrés Jónsson, 29.10.2008 kl. 12:17

9 Smámynd: Andrés Jónsson

Brjánn:

Eins og þú greinilega veist þá leigjum við þoturnar, en eigum þær ekki. Það gerir okkur mun sveigjanlegri í ástandi eins og þessu, þar sem að leiga á flugvélum er að verða ódýrari. Auðvitað er umhverfið krefjandi og hefur áhrif á alla í þessum bransa. En við stöndum sterkar en flestir aðrir og höfum fullt af tækifærum. Sérstaklega í því að bjóða ódýrari fargjöld, sem er það sem fólk mun leita að næstu misseri.

Þakka ykkur annars öllum fyrir málefnalegar athugasemdir. Það er hins vegar engin ástæða til að óttast að fall Sterling hafi nein áhrif á Iceland Express.

Andrés Jónsson, 29.10.2008 kl. 12:22

10 identicon

Er ekki í lagi með þennan Andrés?

Leiðinlegt að sæmilega efnilegur stjórnmálamaður sé að grafa sig með þessu fyrirtæki. Auðvitað fer iceland express á hausinn, þeir hafa misst alla dreifingu núna í skandinavíu því að allar ferðaskrfistofur Pálma H. eru að fara á hausinn, þeir selja mest af sínum ferðum á Íslandi og íslenski markaðurinn er hruninn, þeir eru með breskar flugvélar og kostnað á sama tíma og krónan er hrunin.

Ég gef þeim 2 daga (ef þeir setja í þrot fyrir mánaðarmót) eða 2 vikur, ef þeir reyna að þreyja þorrann á meðan þeir sjá bókanir á Íslandi og í danmörku þerrast upp.

Þannig er það bara.

Karri (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:37

11 Smámynd: Andrés Jónsson

Karri: Ég þakka hlý orð í minn garð.

Ég get ekki tjáð mig um neina aðra en Iceland Express. Og ég sagt þér að þú ert ekki með alveg réttar forsendur í þessu reikningsdæmi.

Við erum með betru sætanýtingu núna en í fyrra og þú sem virðist innanbúðarmaður í fluggeiranum hlýtur að vita hversu miklu það skiptir.

Við erum með meira bókað inn á desember núna (fleiri miða), heldur en í fyrra. Við erum með mjög lágan kostnað (tókum á honum snemma) og erum með auknar tekjur í erlendri mynt vegna myndarlegrar söluaukningar í ferðum til Íslands.

Auðvitað skiptir heimamarkaður okkur máli, en ég tel fullt tilefni til að ætla að við munum styrkja okkur þar í samkeppninni við Icelandair á næstu mánuðum.

Fyrirtæki sem er vel rekið og ekki skuldsett þarf ekki að verða fyrir áhrifum vegna þess að annað flugfélag í eigu sama aðila fari illa.

Vonandi skýrir þetta málið.

Mbk,

Andrés

Andrés Jónsson, 29.10.2008 kl. 16:26

12 identicon

Andrés, af hverju forðist þið alltaf það að svara spurningunni um það hvort að þið séuð flugfélag eða ekki?

Ég veit að þið eruð ekki flugfélag en það er algjörlega óþolanndi að sjá ykkur alltaf hreint vera að þykjast vera eitthvað sem þið eruð ekki.

Vilhjálmur Jónson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband