Ofbeldi á aldrei rétt á sér.

Ofbeldi á aldrei rétt á sér, sama hvort  Óskar og Óskar er sami drengurinn eða ekki.

Ég get rétt ímyndað mér að ég yrði skelkaður ef umsátur væri gert um heimili mitt.

Ekki veit ég hvernig ég mundi bregðast við því að drengurinn minn yrði fyrir ofbeldi, því get ég svarað þegar það hefur gerst sem ég vona að verði aldrei.

Almenningur þarf bara að fá að sjá að þeir sem aðild áttu að þessu hafi þurft að sæta ábyrgð, það gæti komið í veg fyrir að dómstóll götunnar taki málið í sínar hendur.  Ég treysti lögreglunni til að lenda þessu á ásættanlegan hátt.

Munið:  "þegar vitið þrýtur taka kraftarnir við."


mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú ekki tekið undir að ofbeldi eigi aldrei rétt á sér. Það hlýtur að eiga rétt á sér til dæmis í sjálfsvörn, eða þegar steypa þarf af stóli harðstjórn. En það er auðvitað ekki tilfellið hér, ég gæti tekið undir að ofbeldi eigi aldrei rétt á sér sem refsing og vissulega ekki í þessu tilfelli, hvort heldur þeir seku eða saklausu.

Annars verð ég að segja að þetta var ekkert öðruvísi þegar ég var ungur. Menn tókust hressilega á áður sem nú. Ekki að það réttlæti nokkurn skapaðan hlut, en það er kannski varasamt að fólk verði alveg gjörsamlega spinnegal yfir þessu. Munurinn á gamla tímanum og nútímanum er fyrst og fremst sá að í dag næst svona lagað á myndband. Það er í sjálfu sér jákvæð þróun þó þetta ofbeldi sé vitaskuld gjörsamlega óverjandi.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Þó ég heiti Ragnar er ég ekki Reykás, auðvitað má finna dæmi eins og þú dregur fram hér en ef um sjálfsvörn er að ræða sem ekki á við hér ver maður hendur sínar að sjálfsögðu.

Varðandi slagsmál og ofbeldi hér áður kannast ég ekki við að menn hafi sparkað í höfuð liggjandi mans eins og er alvanalegt í dag.  Ég kalla´líka eftir viðbrögðum lögreglu í þessu máli.

Ragnar Borgþórs, 26.11.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband