Er þetta frétt sem við þurfum á að halda ?

Það er með eindæmum hvað fjölmiðlar þurfa alltaf að vera með neikvæðan fréttaflutning.  Auðvitað eru margir sem reist hafa sér hurðarás um öxl en núna hafa verið nauðseldir 12 bústaðir umfram síðasta ár það eru öll ósköpin.  Ekki minnist ég þess að hafa lesið um uppboð á bústöðum þá.  Það er rétt sem ég hef lesið varðandi þessa grein og hefði mátt koma fram að verðið er lágt vegna sérstöðu bankanna.

Í guðs  bænum komið nú með jákvæðari fréttir, t.d. styrkingu krónunnar og hvaða áhrif það hefur fyrir okkur.  Það er vonandi söluskapandi fyrir fjölmiðla líka.

Hræðsluáróður fjölmiðla lamar viljakraft fólks til sjálfbjargar.

Guð gefi ykkur góða helgi.

 

Mynd 485038


mbl.is Bústaðir á tombóluverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Styrking krónunnar er djók. Ég er búsettur erlendis og hér hefur krónan fallið á meðan hún styrkist á Íslandi. Þegar öllu er á botninn hvolft er hún jafn verðlaus og hún hefur verið í haust og mun taka svakalega dýfingu þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt.

Annars er gaman að sjá gagnrýni þína á fréttaflutning af ríkjandi ástandi. Þú villt greinilega stinga hausnum í sandinn eins og hinir strútarnir og biður samlanda þína um að gera hið sama.

Góða helgi

Bergdís Alfonsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Styrkingu krónunnar? ABN Amro, hér í Hollandi, selur evruna á 300 kall.

Villi Asgeirsson, 6.12.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Það er gott að þið Villi og Bergdís búið erlendis og fáið laun ykkar væntanlega í erlendri mynt.  Evran var í gær komin undir 150 kr. og það er það sem skiptir "strúta" eins og mig máli.

Ragnar Borgþórs, 6.12.2008 kl. 15:34

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég myndi frekar vilja vera heima og taka þátt í uppbyggingunni, en það er meira en að segja það að flytja milli landa. Við fáum auðvitað greitt í þeirri mynt sem hér er notuð, en það skiptir engu nema ef við komum heim.

Það sem hins vegar skiptir máli í gjaldeyrisviðskiptum er hvað fólk borgar fyrir myntina. Farir þú í hraðbanka hér og tekur út 100 evrur, borgar þú 30.000 fyrir, ekki 15.000 eins og Seðlabankinn vill meina. Ég veit því ekki hvaðan þessi styrking á krónunni kemur og hvað hún virkilega þýðir.

Villi Asgeirsson, 6.12.2008 kl. 22:05

5 identicon

Strútar stinga ekki höfði í sand

Krímer (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband