Á hrós skilið...

Lögreglan á hrós skilið fyrir að missa sig ekki þegar þessir fáu óeirðarseggir mæta til að valda eyðileggingu á almanna eigum í miðbæ Reykjavíkur.

Eftir að hafa fylgst með fréttum ( sem litast mest af æsifréttaflutningi) og séð hvernig örfáir einstaklingar koma fram við lögregluna er ég alveg hissa hversu stöðugir þeir eru að svara ekki fyrir sig.

Á fréttamyndum má sjá meðal annars "ábyrgan" föður með kornabarn í fangi sér vera að herja á bifreið forsætisráðherra berandi barnið fyrir sig, hvað hefði gerst ef barnið hefði skaðast?

Einnig má sjá  hvernig börn og unglingar ganga á eftir lögreglunni berjandi á hjálma þeirra og grýtandi matvælum sem þeir virðast eiga nóg af, ekki vantar peninga í það.

Á nóttinni má sjá sauðdrukkna og útúr ruglaða einstaklinga brennandi bekki og aðrar eigur almennings, það er skömm af þessu og verður að linna.

Ég skil vel gremju fólks og ég er líka gramur út í stjórnvöld vegna aðgerða- og úrræðaleysi en ég mæti ekki í mótmælastöðu meðan fólk hagar sér svona.

Sýnið lögreglunni sem er bara að vinna vinnu sína virðingu.


mbl.is Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband