Fyrir c.a. 25 árum kom hingað til lands Þýskur sérfræðingur og eftir að hafa skoðað seðlabankann sagði hann:
Seðlabankinn ætti að vera í einni skúffu í Landsbankanum ( sem var á þeim tíma alvöru banki en ekki loftbóla sem springur með hvelli) og blöskrar mér þessi yfirbygging og of margir bankastjórar .
Þegar ég starfaði hjá Útvegsbankanum ( sem ORG eyðilagði og gaf svo litlubönkunum) var Seðlabankinn í Hafnarstræti en mikill vill meira og nú stendur þessi minnisvarði fallina tíma á sjálfum kolahaugnum.
Það þarf bara einn bankastjóra Álfheiður og það er Davíð.
Það sem þarf til að koma hlutunum í lag er að gera Davíð að forsætisráðherra þjóðstjórnar og hana nú og bless...
Seðlabankafrumvarpið úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já gerum manninn sem kom regluverkinu á sem setti landið á hausinn aftur að forsætisráðherra ! Hvað er að fólki eins og þér ?
Sveinn (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:31
Góð hugmynd. Þá gæti hann fullkomnað lífsstarfið. Hann var hugmyndafræðingur útrásar og einkavæðingar, var forsætisráðherra þegar eftirlitskerfið var hannað og lét síðan skipa sig seðlabankastjóra. Þjóðarskútan marar í hálfu kafi enn og komið að DO að sökkva henni endanlega. Mér sýnist að maður með slíkan feril þurfi ekki neina aðstoð til slíks -- sleppum þjóðstjórninni og látum hann bara ráða þessu einum!
GH (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:33
Sama útnáramennskan í fullum gangi. Auðvitað á nýr seðlabankastjóri að vera með doktorsgráðu í hagfræði, með reynslu í alþjóðlegum samskiptum á sviði fjármála. Hér eru þó nokkrir slíkir sem hafa verið sniðgengnir í áranna rás, vegna þess að þeir eru ekki innmúraðir sjálfstæðis- eða framsóknar-menn. Það kominn tími til að fólk fái að njóta verka sinna óháð ættar- eða stjórnmálatengslum. Burt með lágkúrulegan íslenzkan smáborgarahátt.
Regína Stefnisdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:41
Þetta var nú bara sett fram sem grín og ekki síður til að hleypa blóðinu af stað.
Að sjálfsögðu þarf að taka til og fá til starfans hæfileika menn, þetta gengur ekki lengur svona.
Bíð eftir einhverjum rum sem getur klárað þetta.
Góðar stundir
Ragnar Borgþórs, 19.2.2009 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.