Það er erfitt fyrir fólk að gera sér grein fyrir hvað er að gerast fyrir luktum dyrum heimilanna.
Ég efast ekki um að víða búa börn við hörmulegar aðstæður kynferðis- og andlega. Það er skylda hvers manns að láta vita ef minnsti grunnur er um slíkt.
Ég spyr sjálfan mig að því hvort þetta er eitthvað sem er að gerast fyrst núna eða hvort þetta hafi alltaf verið svona ? Því miður held ég að þetta sé ekkert nýtt.
![]() |
„Notaði hana eins og leikfang“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta mál er algjör hryllingur.
Spurningin er hvernig svona perónuleikar verða til.
Josef Fritzl sætti hroðalegum misþyrmingum og kúgun af hálfu móður sinnar.
Sérfræðingar teja manninn haldinn geðklofa.
Sjá
"Josef Fritzl: The making of a monster"
http://www.independent.co.uk/news/europe/josef-fritzl-the-making-of-a-
monster-820370.html
Sjá einnig:
"Den österrikiske rättspsykologen Reinhard Haller anser moderns misshandel
troligen har skapat ett maktkomplex hon honom, det vill säga ett starkt
behov av att utöva makt över andra."
http://www.expressen.se/nyheter/1.1146675/barndomen-gjorde-honom-till-
monster
Ragnar (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 12:16
Ég held ekki að þetta sé neitt nýtt heldur. Það er búið að vera að niðast á börnum endalaust. Takið eftir að refsiramminn fyrir hvert brotanna er 15 ár. Hann gæti fengið 100 + ár. Og þetta er Evrópuland ekki langt frá okkur. Ef þessi maður hefði búið á Íslandi hinna aumu laga fyrir alvarlega glæpi gegn fólki og framið sömu glæpi, hvað hefði hann fengið? 16 ár allt í allt?!
EE elle (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 12:20
Alveg öruggt að þetta er ekki nýtt heldur hefur tíðkast um aldir, bæði hér á landi og annars staðar. Menn hafa átt börn með dætrum sínum út um allar trissur. Flest þeirra eru ófeðruð eða Hanssynir og -dætur eða hafa tekið upp nafn afa síns sem er líka pabbi þeirra. Dæmin eru mýmörg um langan aldur. Við sifjaspellum lá dauðarefsing (stóridómur) á Íslandi og fjöldi manna og kvenna voru drepin á Þingvöllum eða í heimasveit sinni og voru bæði kynin drepin. Það var ekki verið að refsa fyrir nauðgun eða pyntingar eða ofbeldi, heldur bara barneignina sem slíka. En örugglega hafa margir komist upp með þetta og aldrei orðið uppvísir.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 12:21
Eitt finnst mér hafa gersamlega týnst í umræðunnni um þetta hryllilega mál. Hatrið og viðbjóðurinn á karlógeðinu hefur algerlega blindað fólk fyrir því að e.t.v séu fleiri samsekir með hylmingu.
Ég fæ það bara ekki með nokkru móti til að ganga upp að konan hans og börnin utan prísundarinnar hafi ekki vitað að eitthvað stórkostlega gruggugt væri á ferðinni í kjallaranum. Það bara stenst enga heilbrigða skynsemi að fólk geti verið gersamlega grænt fyrir einhverju svona í 24 ár.
Það er alveg pottþétt að einhver eða einhverjir vissu eithhvað, eða grunað eitthvað, en þögðu.
Mér finnst það allt of ódýrt að taka orð þeirra, fyrir því að þau hafi ekki vitað neitt, trúanleg bara sisvona.
Þetta þarf að taka fyrir. Þögn er sama og samþykki, og er litlu geðslegra en glæpurinn sjálfur.
Árni Árnason (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.