Hvaða flokkur getur lofað að koma heimilunum til hjálpar og þá á ég við strax en ekki þegar flestir eru komnir undir hamarinn ? Að segjast ætla að koma til bjargar á tímabilinu gefur þeim of mikið svigrúm.
Ég trúi því ekki að fólk sé svo vitlaust ennþá að ætla að kjósa stjórnarflokkanna sem eru búnir að eyða dýrmætum tíma okkar í röfl og rugl.
Þeir verða í stjórn eftir kosningar og hjálpa til við að festa spottann í landið og draga það til Evrópu, ojbara...
D og S listi stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Ég verð að segja eins og er. Ég var ekki Sjálfstæðismaður fyrir bankahrunið og hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Hins vegar finnst mér eini flokkurinn sem er með viti í dag vera Sjálfstæðisflokkurinn. Mér þykir það leitt að þurfa að segja þetta en Sjálfstæðisflokkurinn er bara eini flokkurinn sem er með frambærilegan leiðtoga og er ekki að boða skattahækkanir út um allar tryssur. Ég bara trúi því ekki að Íslendingar vilji hærri skatta.
Ég er með mínar föstu tekjur á mánuði. Eftir hrunið náum við hjónin rétt svo endum saman. Næ að borga að bílnum, húsinu og get keypt í matinn. Meira get ég ekki leyft mér. Ef að það á að fara að skerða launin mín enn meira með meiri skattheimtu þá sé heimilisbókhaldið bara ekki ganga upp. :(
Svo var Sjálfstæðisflokkurinn sá sem harðast stóð að baki því að Helguvíkurálverið verði reist og svo framvegis.
Ég verð bara að segja eins og er. Eins lítill Sjálfstæðismaður og ég er þá verð ég nú samt að setja X við D. Þetta er eini flokkurinn sem boðar alvöru atvinnusköpun, ekki bótavinnu á vegum ríkisins, og ekki skattahækkanir.
Kv. Sigurður
Sigurður (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.