Bílpróf..

Þessu máli ótengt hefur mér fundist þessi próf vera frekar til þess gerð að fella nemandann en að gera úr honum betri bílstjóra.

Dæmi um það eru flækjuspurningar sem meira að segja maður sem telur sig nokkuð vel áttaðan og vel vakandi sér ekki í gengum fallbrelluna.

Oft eru fleiri en ein fullyrðing í spurningu rétt sem gerir það að verkum að villa er gefin ef ekki er hakað við báðar fullyrðingarnar og villir það fyrir þeim sem eru að þreyta prófið vitandi af því hversu illa margir hafa farið í þessum prófum.  Yfirleitt er aðeins eitt rétt svar á krossaspurningum en í bílprófinu oftar en ekki fleiri en eitt.

 


mbl.is Svindlari vildi fá prófgjald endurgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð. Þetta eru mannskemmandi próf og hér má svo sannarlega skera niður og spara bæði fyrir ríki og neytendur. Ökukennarar eru fullfærir um að meta hvort nemandi býr yfir hæfni eða ekki. Það ætti bara að gera auknar kröfur til þeirra og spara allan þennan kostnað. Ég skora bara á samgönguráðherra að taka þetta mál til skoðunar. Ruglið hjá Umferðarstofu er með ólíkindum. Þetta var nú betra hjá Ola H í gamla dag.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:31

2 identicon

Þetta er dágóður tekjustofn....

Sigurður (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:41

3 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Hjartanlega sammála þér Ragnar.  Þegar ungmennin mín voru að taka bílpróf og æfðu sig á þessum prófum á Netinu, þá prófaði ég og skítféll   Samt hef ég nú haft bílpróf í 35 ár og ekki verið til vandræða í umferðinni .......  Væri betra að verkleg kennsla væri aukin/bætt frekar en þetta "rugl-próf"

Katrín Linda Óskarsdóttir, 23.9.2009 kl. 15:17

4 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Sem dæmi um útúrsnúning og flækjur að sýnt var umferða merki sem gaf til kynna að vegur framundan gæti verið háll eða sleipur og var einn svarmöguleiki  "steyptur vegur framundan" sem var væntanlega sett inn til að villa um fyrir þeim sem eru lesblindir eða fljótfærri.

Ragnar Borgþórs, 23.9.2009 kl. 15:49

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

sammála

færni í málinu sem og í krossgátum og orðaleikjum er nauðsyn ef fólk ætlar að ná prófi í fyrstu atrennu - þetta á líka við um bifhjólapróf -

fólk með áratuga reynslu í umferðinni getur kolfallið á gildrunum í hjólaprófinu

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.9.2009 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband