Það kann að vera..

Það kann að vera að Bleiki Grísinn sé ódýrari en vöruúrval hjá þeim er fyrir neðan allar hellur.  Grænmeti og ávextir meira og minn ónýtt.

Það er ekki mikið viðskiptavit að kaupa lélega eða ónýta vöru bara vegna þess hún er ódýrari.  Ég skora á menn að snúa viðskiptum sínum annað því þetta veldi er að kosta heimilin hundruð þúsunda eða miljónir vegna óráðsíu eigendanna.

 Þó svo að það sé sami botnin undir þessu öllu hef ég þó ekki heyrt eins mikla umræðu um Norvik.

Mynd 444943


mbl.is 9% verðmunur á Bónus og Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er nú langt síðan þú hefur stigið inní Bónus verslun???

Það er enginn gæðamunur á grænmeti og ferskvöru í Bónus og Krónunni hinsvegar.   Það er gömul saga (svona 10 ára gömul) að grænmetið sé eitthvað slappara í Bónus en annars staðar.

En já held það sé nú sami botninn undir þessu öllu saman.   Sé ekki að ég sé betur sett að versla við Krónuna en Bónus.    En geri mér far þegar ég  á leið um Hafnarfjörð að versla í FK þó sú verslun sé dýrari.

ÞDJ (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:03

2 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér. Ávextir í Bónus eru ekkert verri en annarsstaðar. Furðulegt að lesa svona rugl.

Ína (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:20

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Halló halló, ÞDJ og Ína,

Vantar eitthvað í hausinn á ykkur - grænmetið í Bónus er upp til hópa ÓÆTT - einstaka sinnum sem maður fær grænmeti þar í þokkalegu MEÐALLAGI.  Ég fór sjálfur í Bónus í gær og þurfti að kaupa appelsínur - hélt að það væru komnar nýjar á markaðinn - svartflekkóttar og grænar !!!

Sigurður Sigurðsson, 25.9.2009 kl. 10:23

4 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Því miður er það styttra síðan en ég vildi en það hlýtur að vera allnokkuð langt síðan þú gerðir það. 

FK er núttulega verslun í sérflokki þar sem þú færð gæðavörur og ekki síst afgreiðslufólk sem komið er yfir tvítugt og talar íslensku.

Ragnar Borgþórs, 25.9.2009 kl. 10:26

5 identicon

Hvurslags upphrópanir eru þetta maður??  Nei það vantar ekkert í hausinn á mér.   Ég er húsmóðir með stórt heimili og versla mikið grænmeti og ávexti.   Undanfarið hefur t.d. verið úrvals framboð af fersku íslensku grænmeti, úrvals kartöflum, jarðarberjum og vínberjum í Grísabúðinni.   

Fyrir nokkrum dögum fór ég í Fjarðarkaup og gat þá bara fengið útlenska papriku eða fokdýra lífræna íslenska en ný íslensk paprika var til á viðráðanlegu verði í Bónus.   Ég legg mig fram um að versla íslenskt, hvar sem það svosem fæst.  Þetta er upp og niður í öllum búðum og fer alla jafna eftir árstíma og hvenær aðal uppskerutíminn er.   

ÞDJ (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband