Ekki í takt við tímann.

Ég viðurkenni það fúslega að ég er alls ekki nógu klár til að stunda svo þjófnað þannig að ég er ekki að verja eigin gjörðir.

Ég viðurkenni það líka að ég er orðin langþreyttur á þessu eilífa væli í Smáís og spyr hversvegna þeir eru alltaf að berjast við vindinn, þetta er "no win situation".  Hversvegna taka þeir ekki bara tæknina í sínar hendur og selja niðurhal á þáttum og myndu gegn vægu verði eins og mér skilst að sé víða erlendis.

Ég spyr einnig hver réttarstaða mín sé til að hala niður (hvernig sem það er gert) sem áskrifandi að stöð tvö og þar af leiðandi búin að greiða fyrir efnið?


mbl.is Fangavaktinni stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig málum er háttað hér á landi en mig grunar að það sé erfitt að lögsækja þá sem sækja efnið, þar sem "erfitt er að gera sér grein fyrir og sanna" að einstaklingurinn viti að hann sé að sækja höfundavarið efnið, ef einhver vefsíða bíður honum efnið til niðurhals án nokkura upplýsinga. Aftur á móti geta þeir sem deila efninu verið í verri málum, og ég held að SMÁÍS séu aðalega á eftir þeim eistaklingum.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ragnar, þetta er ekki þjófnaður, ekkert haldbært er tekið af þessum mönnum.

Þetta kallast brot á höfundarréttarlögum ef í ljós kemur að þetta er ólöglegt.

Þessi frétt er hreinlega ekki rétt þar sem haldið er fram að einhverju sé stolið.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.11.2009 kl. 13:34

3 identicon

Við þurfum að muna að niðurhal á Íslandi á höfunavörðu efni er ekki þjófnaður samkvæmt núgildandi lögum, aðeins deiling þess.

Ég veit hins vegar um þónokkra sem hlaða niður Fangavaktinni á torrent síðum og annarsstaðar en eru með áskrift af Stöð 2, en geta bara ekki séð þættina á þeim tímum þegar þeir eru sýndir.

Stöð 2 getur bara hætt að væla og sett þættina í VOD þjónustu og leyft þeim sem núþegar hafa keypt aðgang að þeim, aðgang að þeim þegar þeir vilja.

Auk þess hefur það aldrei verið sýnt né sannað að "ólöglegt niðurhal" minnki löglega sölu eða áskriftarkaup. Niðurhalið er beinlínir utan hins almenna markaðar og tifar ekki í takt.

tótó (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:38

4 identicon

"Stöð 2 getur bara hætt að væla og sett þættina í VOD þjónustu og leyft þeim sem núþegar hafa keypt aðgang að þeim, aðgang að þeim þegar þeir vilja."

Tótó, þeir eru búnir að því.

Heitir Stöð2+ Frelsi að mig minnir.

Helgi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:47

5 identicon

Sælir, og takk fyrir nokkuð fína umræðu um þessi mál.

Í fyrsta lagi er þessi setning um að vera í takt við tímann algjörlega fáranleg. Það er downloada þáttum og tónlist af netinu er EKKERT ANNAÐ en að stela af þeim sem hafa unnið við þetta. Það er bara þannig.

Fólk vill oft benda á að leikarnir séu nú nógu ríkir osfrv. en það er bara hrossaskítur. Það tapa allir á þessu, leikarar, leikstjórar, klipparar, aðstoðarmenn, bílstjórar, verslunarfólk, osfrv osfrv.

Við búum á gríðarlega litlu landi og þegar að íslenskri framleiðslu kemur þá ættum við geta sýnt sa,mstöðu í því að STELA EKKI ÍSLENSKU EFNI AF NETINU!

Gott dæmi er tónlistarbransinn sem að fer minnkandi með hverju árinu einna helst út af því að fólk nær sér í plöturnar á netinu. Og samtök eins og SMÁÍS eru, í fullri alvöru, að gera mjög gott mót með því að benda á þetta.

jón Björn (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:57

6 identicon

"Það er downloada þáttum og tónlist af netinu er EKKERT ANNAÐ en að stela af þeim sem hafa unnið við þetta. Það er bara þannig."

Rangt. Í fyrsta lagi er þetta ekki þjófnaður. Þetta er höfundarréttarbrot. Í öðru lagi er það ekki höfundarréttarbrot ef þú hefur þegar greitt fyrir það efni sem þú sækir á netinu, t.d. ef þú hefur áskrift að stöð 2, eða sækir tónlist sem þú átt á geisladisk.

"Gott dæmi er tónlistarbransinn sem að fer minnkandi með hverju árinu einna helst út af því að fólk nær sér í plöturnar á netinu."

Algjörlega með öllu ósannað. Þangað til að þetta er sannað þá er þetta bara áróður frá stóru fyrirtækjunum sem vilja halda áfram að græða á dreifingu og þora ekki að prófa nýjar leiðir.

Þættir eins og Fangavaktin sem eru svona gríðarlega vinsælar ættu bara að gefa skít í Stöð 2 og framleiða efnið sitt algjörlega sjálfir og selja síðan aðgang beint á netinu. Það eru nefnilega fullt af fólki sem vill fá aðgengi að þessum þáttum á sínum eigin tíma, sem væru til í að borga beint fyrir þennan eina þátt, án þess að þurfa að fá áskrift að stöð 2.

Freyr (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 16:18

7 identicon

"Það tapa allir á þessu, leikarar, leikstjórar, klipparar, aðstoðarmenn, bílstjórar, verslunarfólk, osfrv osfrv. "

Það er erfitt að halda þessu fram þegar sala á myndefni (þáttum og kvikmyndum) hefur margfaldast síðasta áratuginn eða svo. Til dæmis voru 25þús eintök af Laddi 6tugur og 15þú eintök af Dagvaktinni seld fyrir seinustu jól. Þrátt fyrir það hélt SMÁÍS því fram að framleiðendur væru að tapa svo og svo miklu vegna niðurhals á þáttunum.

"tónlistarbransinn sem að fer minnkandi með hverju árinu "

Hvaða bull er það? Tónlistarbransinn fer ekkert minnkandi heldur er koma tekjurnar frekar inn annars staðar en í gegnum sölu á geisladiskum t.d. tónleikahaldi, sölu á tónlist í auglýsingar ofl.

Auk þess bendir margt til þess að þeir sem sækja sér tónlist á netið án þess að borga fyrir það eyði meira í tónlist en aðrir: http://www.dailymail.co.uk/news/article-1224460/Illegal-downloaders-spend-MORE-music-obey-law.html

Síðan er fólk nú þegar búið að borga STEF gjöld af tómum geisladiskum, skrifurum o.þ.h sem "skaðabætur" þar sem líklegt þykir að diskarnir verði notaðir í fjölföldun efnis!. Það er varla hægt að rukka fólk um STEF gjöld af tómum diskum og síðan skammast yfir því að höfundarréttarvarið efni sé sett á þá!

Eins og tótó bendir á hér að ofan er ekkert í íslenskum lögum sem bannar niðurhal á þessu efni enda er það ekki ólöglegt.

Annars hvet ég alla til að kynna sér hvernig SMÁÍS reiknar út "tap" hagsmunaaðila sinna. Það eru skemmtilega frjálslegar aðferðir notaðar þar til að fá út "rétta" niðurstöðu...

Karma (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 16:21

8 identicon

Það tapa líka almenningur á að kaupa þetta á DVD...........Hættið bara að væla maður, FOKK

Georg Bjarnfreðarson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 16:43

9 identicon

Áskriftargjaldið hjá stöð 2 er mun meira rán heldur en nokkurntíman að niðurhala Fangavaktinni á netinu.

Þó svo að ég myndi niðurhala Fangavaktinni þá tapa þeir ekkert meir á mér en ella því ég er ekki áskrifandi að stöð 2 og mun aldrei nokkurntíman vera það.

En ég mun þó koma til með að kaupa Fangavaktina á DVD þegar að því kemur.

Haffinn (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 18:22

10 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ég versla ekki tólist og myndir á íslandi einmitt vegna aðgerða SMÁÍS. Mér finnst þeir koma illa fram og af ótrúlegri græðgi.

Teitur Haraldsson, 2.11.2009 kl. 19:18

11 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Jón Björn eða Snæ-björn eða hvað þú nú heitir í raun og veru.

Þegar ég segi að vera í takt við tíma þá á ég við að nota tækni sem nú þegar er til.  Lög eru seld á "tónlist .is" væri þá ekki hægt að hafa "myndefni.is " ?    

Snæbjörn,  æ ég meina  Jón Björn, ég tel mig vera búinn að greiða fyrir þetta efni nú þegar, nú stendur bara útaf borðinu túlkun um rétt og órétt.  Þú mátt hafa skoðun um það en hún er ekki þar með sagt rétt og vinsamlega gerðu hana ekki að minni.

Ragnar Borgþórs, 2.11.2009 kl. 20:33

12 identicon

Sæll Ragnar...eða Bubbi eins og þu heitir í raun. (álíka gáfulegt og þú heldur fram)

Jú það er alveg hægt að hafa myndefni.is eða e-h álika....en staðreyndin er sú að meðan það er hægt að downloada efninu frítt þá mun velja þann valkost. Það er bara staðreynd eins og tónlist.is sýnir.

Hvernig ert þú búinn að greiða fyrir efnið? Með þvi að kaupa stöð 2 þá átt þú rétt á öllu efni sem þar er sýnt? og þú getur horft á í tölvunni hvenær sem er? Er það pælingin?

Ég er hinsvegar sammála með gagngrýni á STEF...það er heimskulegt að mínu mati að rukka stefgjöld af tómum diskum. Þar er ég alveg sömu blaðsíðu og þið.

Er höfundarréttabrot ekki stuldur? Hvað ert þú þá annað að gera en að stela frá höfundinum?  Hann fær ekki fé fyrir sína listsköpun sem hann er að reyna að selja út í búðum....hvernig er það annað en stuldur?

Meistari Karma sagði: "Hvaða bull er það? Tónlistarbransinn fer ekkert minnkandi heldur er koma tekjurnar frekar inn annars staðar en í gegnum sölu á geisladiskum t.d. tónleikahaldi, sölu á tónlist í auglýsingar ofl. "

Ég veit ekki hvernig ég get staðfest það hérna á bloggsíðum landsins en staðreyndin er engu að síður að tónlistarbransinn er búinn að fara minnkandi undanfarinn ár í rekstri...nánast eingöngu út af ólöglegu niðurhali tónlistar. Það er bara staðreynd....Dæmi: Í frakklandi hefur sala minnkað um 25 % á ári seinustu tvö ár. Einnig má nefna að flest stæðstu útgáfufyrirtækin í heiminum hafa farið í gríðarlega endurskipurlagningu og flest af þeim berjast í bökkum þessa dagana. 

Í lokinn vill ég segja að ég geri mér grein fyrir að það er lítil velvild fyrir þessari skoðun minni hjá flestu fólki, en flest fólk er ekki að gera þetta frá hinni hliðinni þeas að vinna sína vinnu en fá lítið borgað fyrir hana vegna niðurhals. 

jón björn (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 22:41

13 identicon

Auðvita er það slæmt að fólk sem býr til þætti eins og Fangavaktina sé ekki að fá allar þær tekjur af verkum sínum sem það a skilið.

Aftur a móti hefur maður nákvæmlega enga samúð med SMAIS yfir þessu. Stor hluti af þessum gaurum eru bara dreifingaradilar fyrir erlent efni þ.e.a.s milliliðir i kerfi sem er á góðri leið med ad verða algerlega úrelt.

Hvernig stendur til dæmis á þvi að islendingar geta ekki sótt efni löglega af Itunes eda Amazon , jú út af þessum "Rétthöfum" sem halda þessu i gíslingu hér eins og víða annar stadar. Svo þeir væla yfir Fangavaktini til ad reyna ad halda i þennan "Rétt" eins lengi og þeir geta.   

Hef nákvæmlega enga samúð með þeim frekar en hinum risaeðlunum sem geta ekki aðlagast netinu. 

"Evolve or Die"  

Hjörtur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:24

14 identicon

Sæll Hjörtur,

jú skil þína athugasemd vel. Samt er það, að mínu mati, gömull tugga að tala um risaeðlur þegar það á að hamla frítt download á netinu...því það er að mínu mati úrelt hugsun. Það á að sjálfsögðu að þróast með netinu á þann hátt að allir vinna.Niðurhal á Netinu þarf ekki að vera saman sem merki yfir frítt download. Að mínu mati er framtíðin þannig að netið býr upp á valkostinn að gefa tónlistana/myndirnar frítt á netinu fyrir þá sem vilja það, ásamt því að leyfa þeim sem vilja selja sín verk að gera það óáreittir fyrir torrent síður osfrv.

Það er eins ég ég hef áður sagt staðreynd að þetta er að fara gríðarlega ílla með marga þá sem vinna í þessum geira (myndir & tónlist). Burt séð hvernig augum þú lýtur þá sem vinna hjá smáís. Það er í raun aukaatriði.

Aftur, vill ég þakka góða umræðu. Svona umræður tel ég nauðsynlegar til þess að fólk byrji að átti sig á því hvaða áhrif þetta hefur. Smáís er orðið einsskonar antíkristur í augum marga og því skilar þeirra boðskapur ákaflega litlu oft á tíðum, þrátt fyrir góðan boðskap að mínu mati.

jón Björn (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 00:05

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er höfundarréttabrot ekki stuldur? Hvað ert þú þá annað að gera en að stela frá höfundinum?  Hann fær ekki fé fyrir sína listsköpun sem hann er að reyna að selja út í búðum....

Nei, það er einmitt málið, höfundarréttarbrot er ekki stuldur.

Þeir sem sækja þetta efni eru ekki að hafa pening af höfundinum, því ef þeir hefðu ekki sótt þetta á netinu þá er alls ekkert víst að viðkomandi hefði verslað þetta út úr búð og er í raun mjög ólíklegt í flestum tilvikum.

Það er eins ég ég hef áður sagt staðreynd að þetta er að fara gríðarlega ílla með marga þá sem vinna í þessum geira (myndir & tónlist).

Það hefur aldrei verið meiri sala í DVD myndum og tónlist, það sem smáís og félagar eru að setja frá sér eru hagræddar tölur til að koma frá sér áróðri.

Ef eitthvað er þá er þetta besta auglýsing sem þessi framleiðendur fá, það eru þessar torrent síður, þar sem þetta lið hefði ekki hugmynd um flesta þessara hluta (bíomyndir og tónlist) ef ekki væri fyrir þessar síður, þar sem þeir sem hafa efni á því kaupa vanalega það sem þeim líst vel á, þeir sem gera það ekki er fólk sem hefði aldrei verslað þetta í fyrsta stað.

Fyrir mér eru þessar torrent síður og álíka ekkert annað en hinn besti filter á lélegt sjónvarpsefni til að finna það sem ég hef áhuga á að kaupa, þar sem rosalega mikið af efni sem er að koma út nú til dags er algert rusl, þetta er ástæðan fyrir þessari "minnkandi sölu" eins og þeir vilja kalla það, þar sem lélega efnið dregur niður meðaltal á sölutölum yfir heildina þar sem meira er í boði.

Helsta ástæðan fyrir því að þessu væli hjá þessum fyrirtækjum er sú að þau vita það að þau eru að gefa upp öndina, þetta eru risaeðlur sem eru að deyja út og það tengist ekkert ólöglegu niðurhali á netinu, þetta eru breyttir tímar og efni er í boði á öðrum miðlum og höfundar eru farnir að geta gert miklu meira sjálfir án "hjálpar" þessar útgefenda sem taka bróðurpartinn af því sem inn kemur af sölu..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.11.2009 kl. 00:49

16 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ekki má gleyma að hér á landi hefur á síðustu árum og áratugum risið upp fjölbreyttur útvarpsmarkaður sem veldur minni sölu tónlistardiska. T.d. á myndlykli Símans eru fjölmargar sérhæfðar útvarpsstöðvar sem auðvelt er að skella á, en þetta skapar minni þörf fyrir diskakaup. Stream á erlendar stöðvar gegnum netið er líka eitthvað sem sífellt fleiri nýta sér.
Svo má ekki gleyma kreppunni sem skilar sér í minni geislaplötusölu. Það er fráleitt að segja að niðurhal eitt minnki diskasölu. Hefur ugglaust einhver smááhrif en þarna eru mun fleiri þættir sem spila inní. Þetta tekur Smáís auðvitað ekki með í sína útreikninga því það hentar ekki málstaðnum.

Páll Geir Bjarnason, 3.11.2009 kl. 01:29

17 identicon

vildi bara koma einu að herna til jón björns.

 Aumingja útgáfufyrirtækin eru að berjast í bökkum.... er það ekki bara fínt? það er 2009. þekktar hljómsveitir og tónlistamenn hafa aldrei verið fleirri og átt eins auðvelt með að kynna sig og sitt efni. Ég get allveg lofað þér að þegar hjómsveitir fara að gefa út og selja sitt efni sjálf á mun lægra verði en þekkst hefur skilar helvítis hellings meir af aurum í vasa þeirra heldur en þegar útgáfufyrirtækin voru að taka sitt....

Guðjón (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 02:41

18 identicon

Já nákvæmlega Guðjón. Það eru fyrst og fremst stóru útgáfufyrirtækin ásamt stærstu tónlistamönnunum sem taka á sig mesta skellinn. Í dag, amk. á íslandi, snýst þetta meira og minna um tónleikahald sem er mjög svo fjölbreytt og lifandi þrátt fyrir einhvern samdrátt hjá útgáfufyrirtækjum. Ég persónulega ásamt mörgum í umhverfi mínu einsetja sér td. að kaupa diska af hljómsveitum á tónleikunum sjálfum, enda ódýrari og peningurinn sem fæst af þeirri sölu fer líka beint í vasa hljómsveitanna. Menn verða að gera sér grein fyrir að þegar keyptur er diskur með íslenskri hlómsveit í td. í skífunni er fyrst og fremst verið að setja pening í útgáfufyrirtækið.

Áherslur eru að breytast, internetið og "ólöglegt" niðurhal er farið að virka sem tæki til kynningar á ferskum hljómsveitum sem viðkomandi langar að sjá á tónleikum og kaupa disk beint af. Útgáfufyrirtæki slá hausnum við steininn og neita að horfast í augu við breytta tíma og aðlagast þeim með nýjum og frumlegum aðferðum.

Einar (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 09:31

19 identicon

jón björn:

"Í frakklandi hefur sala minnkað um 25 % á ári seinustu tvö ár. Einnig má nefna að flest stæðstu útgáfufyrirtækin í heiminum hafa farið í gríðarlega endurskipurlagningu og flest af þeim berjast í bökkum þessa dagana."

Já sala á geisladiskum hefur minnkað (í 2 ár í Frakklandi og eflaust víðar). Það þýðir ekki að tónlistarbransinn hafi minnkað! Tekjurnar koma bara annars staðar inn, t.d. í gegnum iTunes, tónleika. Önnur ástæða fyrir því að sala á CD hefur minnkað er sú að plötubúðir hafa miklu minna úrval en áður í boði. Algengt var að Skífan hefði 12.000 titla í boði en mega þakka fyrir það ef þeir ná 3.000 núna. Stærstu smásöluaðilar vilja bara selja þá titla sem skila mestum hagnaði, 80% af tekjunum koma frá 20% af vörunum.

Þó að salan minnki um x% þýðir ekki að tekjurnar minnki um x%!

Síðan má kannski benda á þá augljósu staðreynd að síðustu 2 árin hefur verið talsverður samdráttur í efnahagskerfi heimsins og fjölmörg fyrirtæki í öllum greinum upplifað minnkandi sölu og þurft að endurskipuleggja sig. Það er reyndar eðli fyrirtækja að þau þurfa að breytast reglulega til að aðlagast nýjum aðstæðum.

Ég, og margir aðrir, beini viðskiptum mínum líka frekar til minni útgefenda, sérverslanna (12 tónar/Hljómalind) eða hljómsveitanna sjálfra ef kostur er. Þó að sum stærstu útgáfufyrirtækin séu að berjast í bökkum blómstra mörg minni.

Fyrir utan fréttina um breska rannsókn sem ég linkaði á sem bendir til að "ólöglegir" niðurhalarar eyði 75% meira í tónlist en aðrir.

Mér þætti mjög áhugavert ef þú rökstyddir það hvers vegna svona margir séu að fara illa út úr niðurhali myndefnis þegar sala á DVD diskum hefur margfaldast síðustu árin og aldrei verið meiri?

Karma (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband