Látið mig þekkja það...

ég varð sjálfur þeirra forréttinda að njótandi að konan mín og ég eignuðumst þríbura fyrir tæpum 16 árum.  "Þetta er erfitt fyrst og svo smá versnar það" sagði þríbura foreldri við mig í gríni þegar við vorum að bögglast með þau út og suður.  Hjá okkur fórum við úr fjögra manna fjölskyldu í sjö þannig að þið eigið vinninginn átta.  Í gríni sagði félagi okkar hann Pétur einu sinni á opinberum vetfangi að hann hafi þurft að leita að bílum hjá umferðamiðstöðinni, þau voru líka átta í fjölskyldu.

Þegar okkar börn fæddust urðu þau fyrsta parið ( tveir drengir og ein stúlka )  sem félagar mundu eftir aðrir voru 3 drengir þrjár stúlkur eða tvær stúlkur og einn drengur,  eftir það er þessi blanda orðin mun algengari.

Óska ykkur góðrar og gleðiríkrar framtíðar stórfjölskylda.

 

Félag þríburaforeldra var stofnað 1993 í maí og eru félagar í dag rúmlega fimmtíu.

Fyrir þá sem langa til að skoða heimasíðu félagsins þá er hún: http://thriburafelag.barnaland.is/page/23095


mbl.is Fengu þrjú börn á einu bretti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband