Rugl sem varla verður afborið lengur.

Hvar ætla þessir menn að teygja lopann lengi ? 

Af hverju ganga þeir ekki milli bols og höfuðs á mönnunum sem stálu í stað þess að eltast við þá sem fylgdust ekki nóg með ræningjunum?

Það er ömurlegt að horfa upp á glæpamennina rölta áhyggjulausa fyrir framan andlitið á manni ó áreitta.  Vitandi af því að ríkistjórnin fagnar því að hærri vextir eru dæmdir á okkur almenning til að bjarga bönkum sem koma til með að falla eins og spilaborgir því nú missir almenningur allan greiðslu vilja.

Í upphafi skal endirinn skoða, það kemur að því að sitjandi ráðherrar verða dæmdir fyrir að sitja aðgerða lausir meðan heimilin brenna.

 


mbl.is Umræðu frestað til mánudags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er ekki í verkahring stjórnmálamanna að eltast við þjófa!  Hér er starfandi Sérstakur Saksóknari og Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórna.  Þessar stofnanir sjá um þessi mál sem þú vilt að stjórnmálamennirnir taki nú að sér!

Því miður er það rétt hjá þér að stjórnmálamennirnir hafa nánast allir með tölu snúið baki við almenningi.  Kannski má nefna 4-5 þingmenn sem hafa ekki gleymt tilvist þjóðarinnar.

Hér ríkir alræði auðvaldsins, andlit þess alræðis eru fjármálastofnanir!

Auðun Gíslason, 17.9.2010 kl. 15:01

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Ragnar

Ég bið þig afsökunar á orðaforða mínum, Til þess að glæpamafían sleppi þarf að hafa glæpamenn eins og ríkisstjórn sem er við völd því ekki gjöra þau eitt né neitt annað en að níðast á þegnum landsins.  JÁ ÞETTA ERU MÍN ORÐ OG SKOÐUN....

Jón Sveinsson, 17.9.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband