Svolítið óvanalegt.

Glitnir hefur haft nokkuð margar konur við stjórn útibúa sinna síðastliðin ár og er ekkert nema gott um það að segja.

Ég er einn af þeim sem hef frekar viljað að menn ( konur)  fengju ábyrgðarstöður fyrir hæfni sína frekar en kynferði, samt finnst manni hitt ráða stundum.

Þegar Íslandi dag kynnti 3 hagfræðinga í gærkveldi sem allir voru konur sagði ég við sjálfan mig " O my God" hvað nú.  Spyrillinn byrjaði: ef konur hefðu verið við stjórn hefði þetta þá farið svona ? Svar: nei og ég sagði við sjálfan mig  " O my God"

Síðan hélt spjallið áfram og að lokum hafði ég fyllst af slíku stolti og bjartsýni og skoðun mín á kvenhagfræðingum snúist 180 gráður.  Þarna voru komnar alvöru manneskjur sem stöppuðu  þvílíkt í okkur stálinu. Læt hér fylgja með linkinn að spjallinu: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=1f4bab16-553d-4836-8898-b0c763e5ba07&mediaClipID=447b23c0-a3b7-43ad-ba9c-88d9b5acbc15

 


mbl.is Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband