Hver kannast ekki við..

Langloku símsvara veldu 1 2 3 o.s.f.  þessi er á Kleppi:

Þegar maður hringir á Klepp þá kemur sjálfvirkur símsvari:

"Þú ert kominn í samband við Klepp.

Ef þú hefur fjárfest í íslenskum bönkum, ýttu þá á einn.

Ef þú ert farinn að hamstra matvæli í Bónus, ýttu á tvo.

Ef þú heldur virkilega að einhver verði látinn sæta ábyrgð á hruninu, ýttu á þrjá.

Ef þú treystir stjórnmálamönnum og öðrum íslenskum amatörapaköttum til að leysa úr vandanum, ýttu á fjóra.

Ef þér finnst skynsamlegt að sömu hlandaularnir sem áttu stóran þátt í hruninu, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin, sjái um uppbygginguna, ýttu á fimm.

Ef þú heldur að krónan sé gjaldgengur gjaldmiðill, ýttu á sex.

Ef þú ert búinn að gleyma lofræðum forsetans um útrásarkrimmana, ýttu á sjö.

Ef ekkert er valið þá verður þér gefið samband við útibúið við Austurvöll.

Þú ert númer 168.537 í röðinni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að því að hamstra. Eru gjaldeyrisviðskipti komin í lag og eðilegur innflutningur varnings komin í lag.

Krissa (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Ekki ríða þeir feitum hesti Krissa sem hömstruðu áfengi vegna yfirvofandi hækkana þar sem það ætti að hækka um 25% er raunhækkun varð 5,25%

Bara fyndið, draga saman drykkjuna vinan.

Ragnar Borgþórs, 2.11.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband