Á sem sé að grípa inní...

Á sem sé að grípa inní þegar allt er komið í kalda kol ?  Það verður að koma með lausnir sem forða fólki frá því að lenda í þessari stöðu.  Það er aumt að þurfa að sjá á eftir eigum sínum vegna handvamar stjórnmálamanna, verðtrygging og greiðslur skulda fjárglæframanna, hvernig leyfa menn sér að bakka upp þetta pakk ?

Varðandi auka lífeyrissparnaðinn , er þetta einn hliða aðgerð eða geta sjóðir og bankar gengið í þetta ef viðkomandi verður gjaldþrota ?


mbl.is Kröfur fyrnast á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Minnir að það hafi verið tekið fram að kröfuhafar gætu ekki gengið í þessa sjóði ef að einstaklingurinn fer á hausinn.

Ellert Júlíusson, 17.2.2009 kl. 14:00

2 identicon

Það er satt.  Fólk á ekkert að missa eigur sínar vegna glæframanna og/eða glæpamanna.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:01

3 identicon

Abbabbabbab...Ertu semsagt að meina að það eigi að mismuna fólki.  Ég tók engin lán, ég lagði ekki fyrir, hvaða afslætti á ég að fá?  Ef þú ert að tala um að fólk sem hafi tekið of áhættusöm lán eða of há lán er komið í vandræði af hverju á ég að þurfa að púkka undir það?

Ekki það að ég hafi ekki mikla samúð með fólki sem er illa statt, hef sjálfur prófað þetta.  Var atvinnulaus í 3 ár í Svíþjóð og veit því hvernig það er að vera á kafi í skuldum.

brynjar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:02

4 identicon

Brynjar!  Sumir hafa lagt fyrir hluta af launum sínum í séreignarsparnað og það er þetta fólk sem á að geta tekið hluta af þessu út.  Hvað er það sem þú vilt fá ef þú hefur ekkert lagt fyrir? 

Guðný (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Sæll Brynjar, það að kaupa þak yfir höfuð fjölskyldunnar kalla ég að eigi ekki að kallast að stofna til áhættusamra skuldbindinga.  Ef þér hefur tekist það er líklegt að þú hafir gert það fyrir verðtyggingu lána sem þýðir þá að ég og allir þeir sem á eftir komu erum að greiða lán þín.

Ég hef greitt háa skatta að mínu mati en mér skilst á niðurlagi athugasemdar þinnar að þú hefur verið þiggjandi ölmusu sem sköffuð  hefur verið af hinum vinnandi manni. 

Góðar stundir.

Ragnar Borgþórs, 17.2.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband