Einkennileg frétt.

Tilefni árásarin hefur alveg farið framhjá mér. 

Auðvitað á aldrei að ganga í skrokk á öðrum og hafa skal í huga orðatiltækið " þegar vitið þrýtur taka kraftarnir við " enda sá minni maður sem notar kraftana að mínu viti.

Þetta er aðeins hálf frétt að mínu viti, hversvegna hefur ekki verið kært, er það vegna einhvers sem fórnalambið hefur kallað yfir sig ?


mbl.is Hópur unglinga réðist á einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nánar í Morgunblaðinu. Smelltu hér til að gerast áskrifandi.

Þeir eru bara auglýsa sjálfan sig. Vilja þú kaupir blaðið fyrir fulla fréttina. Gerist stundum :)

Einar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:32

2 identicon

Nú þekki ég ekki allar hliðar þessa máls en staðreyndin er sú að einelti í menntaskólum landsins er mun algengara og hrottalegra en margir gera sér grein fyrir og þá einna helst þar sem að um heimavist er að ræða. Ég þekki þetta af eigin reynslu þar sem að yngri bróðir minn var hrakinn úr skóla vegna hrottalegs eineltis. Og er það hans vegna sem að ég kýs að skrifa ekki undir fullu nafni.  

Unglingar nútímans eru miskunalausir margir hverjir og fæ ég illt í magan af tilhugsuninni einni saman. Internetið spilar stóra rullu í þessum leikjum krakkana oft á tíðum, en með tilkomu msn-sins, blog-sins, myspace, facebook og annarra internet undra hefur ný ofbeldisleið opnast þeim sem leggja í einelti. Þau átta sig ekki oft á því að það sem að sett er á netið verður ekki tekið aftur, jafnvel þó svo að þau taki það út stuttu seinna getur samt stór fjöldi fólks hafa sé það sem þau birtu og jafnvel afritað! Þetta gerir það að verkum að áreitið lifir lengur og ristir oft dýpra.

Því miður er það eins í máli bróður míns og fréttin vitnar í, þ.e. að gerendurnir fengu litla sem enga refsingu. Auðvitað er erfitt að aðhafast í svona málum en staðreindin er líka sú að menntaskólarnir eru enganvegin undir þetta búnir. Stefnuskrár þeirra í þessum efnum eru oft fátæklegar eða jafnvel engar. Þegar að ég hringdi í skóla bróður míns og spurði hvað þau ætluðu nú að gera í málinu þá fékk ég eiginlega bara þau svör að þau vissu það ekki. Það var engin stefnuskrá til að vinna eftir. Ég bennti þeim á að unglingum hefði nú verið vísað úr skóla, í það minnsta tímabundið, fyrir minni brot og að harðar væri tekið á áfengisneyslu sem gæti ekki þótt eðlilegt, þó að vissulega ætti að taka á því er ólögráða unglingarnir eru að fitla við Bakkus.

 Það þarf að verða vakning í þjóðfélaginu í tengslum við eineltismál í menntaskólum. Ég er búin að segja mitt og held áfram að predika, vonandi hreifir það við einhverjum!

B. (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:53

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég man að seinast þegar ég hótaði að beita einhvern ofbeldi þá fékk ég á móti þessa spurningu: "hverja ætlar þú að fá með þér?"

Það sem kom upp í hugann var hve auðvelt fórnarlamb þessi pjakkur ætti eftir að verða.  Við hefðum getað mælt okkur mót, ég einn, og hann með nokkra áhorfendur, og svo hefði ég getað meitt hann illilega.

Það sem þessir ofbeldismenn þarna þurfa er smá mótstaða.  Berjið þá bara til baka, fast, helst með lurk, og þá munu þeir hætta þessu.

Að kæra þessa gaura kennir þeim ekkert.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband