Gott framtak en...

Þetta er gott framtak en gleymum ekki hverjir það voru sem sýndu okkur fram á að fiskur þarf ekki að vera á sama verði og nautakjöt.

Ég er að benda á að það var fiskbúðin Freyja sem kom sá og sigraði, spurning hvort verið sé að lækka verðið hjá Fiskisögu til að knésetja litlu fiskbúðirnar einu sinni enn. 

Ég bendi á að við eigum að hverfa aftur til gamla Íslands og hafa þverskorna ýsu  á borðum á ný, fiskur þarf ekki að vera flakaður og sósaður til að vera ætur.

Ef ég man rétt þá fór Fiskisaga um bæinn fyrir ári eða tveimur og keyptu upp allar fiskbúðirnar til að skapa fákeppni.

Verslanir Fiskisögu ætla að lækka verð á fiski í dag


mbl.is Fiskbúðir lækka verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Þegar eigendur Fiskisögu keyptu upp stóran hluta fiskbúða í Reykjavík hækkuðu þeir verðið upp úr öllu valdi. Þeir eru nú bara að færa það niður í átt að réttu verði. Ég hætti að versla við hverfisfiskbúðina mína þegar þeir komu þar að. Þjónustan versnaði nefnilega líka. Fann aðra búð sem mér líkar vel við að koma í og ætla að halda mig við hana.

Marinó Óskar Gíslason, 9.3.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband