Hvað gera markaðsmenn núna?

McDonalds vörur eru oft notaðar þegar verið er að benda á hvernig vörur og þjónusta eigi að vera það er að bjóða alltaf uppá sömu vöruna án breytinga á bragði og eða útliti dag frá degi.

McDonalds er langt frá því að vera góður skyndibiti og hann er alltaf jafn vondur þannig að þú þarft ekki að svekkja þig á honum því þú veist að hverju þú gengur.

Nú bjóða þeir væntanlega uppá alvöru hamborgara hjá "Metro".


mbl.is Frétt af hvarfi McDonalds frá landinu vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Mun þá Metro bjóða upp á Metroflurry? eða alvöru?

Guðni Karl Harðarson, 26.10.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt þér hafi þótt hamborgarar hjá MacDonalds vondir, hvernig getur þú fullyrt að öllum hafi þótt það, eða ert þú einn af þeim mönnum sem allt þykist vita og geti því talað fyrir álit heillar þjóðar.

Jakob Falur Kristinsson, 27.10.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jakob? Ég er svo sammála honum Ragnari með MacDonalds. Hræðilega vondir hamborgarar. Ég get þó hvergi séð að hann hafi fullyrt að öllum þættu þeir vondir. Þó ég ætli ekki að svara fyrir hann þá sé ég ekkert þarna nema hans skoðun á þessu.

Frá mínu sjónarhorni máttu þeir því alveg detta út af markaðnum.

Annars langar mig til að vita hvort Metro muni nota íslenskt hráefni í Hamborgarana sem þeir ætla að selja?

Guðni Karl Harðarson, 27.10.2009 kl. 16:34

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hann Kobbi minn er viðkvæmur og stundum fljótur til svara.

Hitt er jafn satt, að líklega eigum við hvað bestu hamborgar-búllu í Evrópu.

Haborgarbúlla Tomma er með gæðavöru á boðstólnum og þar er hakkið EKKI drýgt með Soyja.

Hinsvegar er svo, að menn með mín laun, geta varla gert annað en kaupa tilbúna hamborgara í lágvöruverslunum og snæða eftir að hafa steikt þá heima hjá sér.

Legg til, að við segjum okkur úr EES og förum að dæmum Sviss og fáum TVÍHLIÐA SAMNIGNA við ESB.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 29.10.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband