Færsluflokkur: Dægurmál

Setur að mér hroll.

Jæja er það þá Iceland Express sem fer næst.

Alveg frá því fárið fór í gang fyrir mánuði hafa menn komið fram og sagt að sitt félag sé í góðum málum.  Eitt hafa þeir þó átt sameiginlegt að fara á kúpuna nokkrum dögum seinna.

Ekki vill ég neinum svo slæmt að verða gjaldþrota en það er bara lögmálið " what go´s around come's around" sem segir mér að þetta fari illa hjá þeim.

Er einhver sem vill veðja ?

 

 

 Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.

 


mbl.is Engin áhrif á Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó þetta er svo sætt..

Það er ekki að því að spyrja alltaf jafn hugulsamir Færeyingar. 

Það verður gaman þegar við verðum komnir saman í myntbandalag Ísland, Færeyingar, Grænlendingar og Norðmenn, hugsið ykkur hvaða auðlindir þessi ríki hafa yfir að ráða.  Við getum án efa selt Evrópu vörur okkar háu verði þegar fram líða stundir.  Það er bara að vona að stjórnvöld hér verði ekki búin að gera útaf við okkur almúgann.Þinganes, aðsetur færeysku landsstjórnarinnar í Þórshöfn í Færeyjum.


mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna..

Ekki búið að birta viðtalið og strax búið að skjóta hann í kaf, svona snör vinnubrögð hefði ég viljað sjá hjá bankanum á liðnum vikum.


mbl.is Seðlabanki andmælir Björgólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

National Bank of Iceland ?

Ef þetta er nafnið  sem stendur að baki skamstöfunarinnar þá eru þessi menn meiri fífl en ég hef talið þá hingað til.

Til hvers að gefa banka erlent nafn ?  Er sem sagt verið að gera klárt fyrir næstu útrás ?

Hef það samt á tilfinningunni að þetta sé ekki rétt áliktun þannig að ég held ró minni.

 


mbl.is Landsbankinn verður NBI hf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að gera grín ?

Danir frændur okkar og vinir hafa alltaf séð spaugilegar hliðar á Íslendingum.

Mér dettur í hug þegar ég les þetta að Danir gerðu grín af  okkur þegar allt gekk vel eins og þegar þeir fóru út að borða með íslendingum sögðu þeir : Þau borga, þau eru íslensk og íslendingar eru svo ríkir.

Í dag segja þeir "við skulum borga, þau eru íslensk og íslendingar eru svo fátækir".

Þú hjálpar ekki manni með því að beina allra augu að honum.

 


mbl.is Íslendingar fá frítt á leik í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankalaus verslunnarmiðstöð.

Ef ég hef tekið rétt eftir þá eru hinir bankarnir líka farnir þaðan.

Íslandsbanki fór ef ég mann rétt fyrr á árinu og flutti útibúið í Hamraborg.  Ég skil að vissuleiti þennan flótta þeirra, aðal verkefnið var að skipta mynt og annað sem var "non profit". 


mbl.is Landsbanka lokað í Smáralindinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf frá konu..

Ég fékk þetta bréf frá góðri vinkonu en í því er mikill sannleikur.

"Helvíts skítapakk sem hefur komið sparnaðinum okkar í skattaparadísir við miðbaug..."

 

 

"Hvern fjandann er fólkið að meina?

Starfs míns vegna neyðist ég til að lesa kreppufréttir daginn út og daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það en það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn tími til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum. Hvað í andskotanum heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni? Skyldi það ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði nokkurn tíma fyrir þá?

Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi sem ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á fólki.

Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að slá ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu. Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá sem næst okkur standa. Nú þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að æsa okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og atvinnunni.

Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu?

Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum, ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í andskotanum allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.

Afsakið orðbragðið.

"Kona"


Þessi grein er dæmi...

Þessi grein er dæmi um allt ruglið í þessum málum.

Blöð og aðrir fjölmiðlar eru tilbúnir til að setja fram hvaða vitleysu sem er bara til að verða hugsanlega fyrst með fréttirnar.  Þetta verða ekki nem 2 miljarðar max..


mbl.is 6 milljarða dala lánveiting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki með eindæmum..

Af hverju senda okkar ráðamenn ekki Bretum  tóninn ?

Ef vit væri í  íslendingum væru þeir fyrir framan sendiráð Breta að brenna fána þeirra og guð má vita hvað.

Ég mundi gera þetta en ég á hvorki eldspýtur né breska fánann.  =  ( dæmi um kaffistofumóral íslendinga)

bfani

Maður er orðin langþreyttur á þessum misvísandi fréttaflutningi.

 


mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vitað hvar þeir eru ?

Ég hef alltaf kunnað vel við Björgólf eldri en margar grímur getur hver borið, vona að hann láti sjá sig og hafi eitthvað til málanna að leggja.
mbl.is Björgvin óskaði eftir fundi með Björgólfsfeðgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband