Færsluflokkur: Dægurmál

Virðingarverðir menn ?

Þegar ég var ungur, yngri ,yngstur var borinn mikil virðing fyrir stjórnmálmönnum og hlustað á orð þeirra.

Stjórnmálamenn hafa alveg misst trúverðugleika og virðingu þegnanna en það er verst að það er sama hvern kosið er það virðast allir vera jafn lélegur pappír.

Í dag gerði ég eins og þessi hundur ef ég væri stjórnmálamaðurGrin og bakka allstaðar sem ég kæmi.

þessi yfirlýsing þín Bjarni er álíka og blaðagrein hóteldrottningarinnar um snekkjuna sína það er ákaflega illa tímasett innkoma.

84-cooldogÉg ætlaði að eiga góðan dag í dag en uppskafningurinn eyðilagði það.

Bjarni =  LOL svona getur maður ruglast þegar maður les vitleysuna ég á við Birgir

Grin     og viti menn ég hef tekið gleði mína að nýju

ps. mér skilat að erlendar kröfur í þessari vitleysu séu  8000 miljarðar.

Farið nú að koma þessu drasli í verð.


mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown is back to town..

Passið nú æru ykkar Gordon er kominn aftur með elskuna sína Smile
mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Davíð fyrirstaðan ?

Seint hættir Davíð að stjórna flokknum, var hann þessi klofningur sem tafði lántökuna eða æti ég að segja lánalínuna eins og Björgvin G. segir?

Vonandi fara þeir að leysa þetta, vonandi koma þeir með einhverja von fyrir verstu mánaðarmót í manna minnum.

Stundum dettur mér í hug Pútin þegar ég hugsa um Davíð, víkur en situr samt við stjórn.

 

 Húsnæði Seðlabankans.


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misviturt fólk

Það er varla að maður trúi svona sögum en samt "síðasta fíflið er ekki fætt".   Þetta er álíka og að dæma mig fyrir það er vera nágranni nauðgara.

Íslendingar eru stolt þjóð, við förum fram á að ríkisstjórnin fari fram á afsökunarbeiðni frá Brown og co.  Það að við erum á þeim lista hryðjuverkamanna sem birtur var í dag ætti að vera kornið sem fyllir mælirinn eða eru okkar háu herrar að leyna okkur einhverju sem þarf að koma upp á yfirborðið?

 


mbl.is Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn í tilefni aðstæðna í þjóðfélaginu.

Tvær konur eru á gangi í skógi þegar þær hitta frosk. Froskurinn kallar á þær og segir:”Ég er verðbréfasali, en ill álög breyttu mér í frosk. Ef þið kyssið mig breytist ég til baka”.

Önnur konan grípur froskinn og treður honum í töskuna sína. Hin konan horfir undrandi á aðgerðir konunnar og spyr:”Af hverju ertu að troða honum í töskuna þína, heyrðurðu ekki hvað hann sagði, hann er verðbréfasali”

“Jú, jú” segir hin, “ég heyrði alveg í honum, en eins og markaðir eru núna er bara miklu gróðavænna að eiga talandi frosk.”


Flúnir til fjalla.

Nú skil ég hvað varð Bjöggonum þeir eru farnir til félaga sinna í fjöllum Pakistan og nágrenis.

Ný nöfn þeirra eru Osama Bjoggi og Osama Bjoggi-to.  Hannes Smára heitir væntanlega Hannoes Shamara,  prófið að fletta í símaskránni.

Að öllu gríni slepptu þá er ömurlegt að vera á þessum lista.


mbl.is Landsbanki í slæmum félagsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur að verða hissa.

Ég er hættur að verða hissa og farinn að verða reiður, hvað er með þessa menn vita þeir ekki að það er allt að fara til andskotans og þeir líka í fararbroti ?

Gætir ákveðins misskilnings hvað, hver er munurinn á láni og lánalínu ?  Vinsamlega útskýra það, það bíða allir eftir niðurstöðu.  Ekki fleiri blaðamannafundi þeir virka ekki lengur enda koma sjaldan nokkuð útúr þeim annað "meibí beibí" á morgun en nú er kominn "14 morgun".

Það er að verða hverjum degi ljósara að stjórnendur S.B. og ríkisstjórninni skulda okkur skíringar og það í dag ekki á morgun...

"Ekki í dag" er ekki "obsjón".


mbl.is Ríkisstjórnarfundi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég svaf á mínu græna.

Ég hef áður bent á það á bloggi mínu að við almennir borgarar höfum enga hugmynd um hvað gerist meðan við sofum.

Spurt er hvort lögreglan eigi að bera vopn, fyrirsagnir segja mér að svo sé komið að það er orðið nauðsynlegt.  Ég þakka lögreglunni fyrir að ég geti sofið rólegur á nóttinni, ég öfunda þá ekki af því sem þeir þurfa að takast á við í starfi sínu.

Heyrði hugmynd um að láta þá hafa hunda sér til aðstoðar og lýst mér vel á það.


mbl.is Fjórir í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peninga ást...

Peningar blinda marga.  Það er samt haldlítið að eiga mikið af fé því það er einskisvirði ef það er ekki notað.

Þegar maður hefur ekkert haft við tímann að gera hefur maður horft á innlit- útlit.  Oft furðaði ég mig á því hvernig fólk hefur efni á að kaupa inn hjá sér baðherbergi á 2-3 mills, núna kemur í ljós hverjir hafa verið forsjálir og haft efni á því.

173-richguy

 

 

 

Þessi hlýtur að vera efnaður.


mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dag eða næstu daga...

Þetta ætlar ekki að verða endasleppt, það eina sem þessir háu herrar treysta okkur fyrir er alltaf svona loðið.

Hvaða skilyrði setur sjóðurinn fyrir aðkomu sinni, gaman væri að vita það. Það væri best að Alþjóðasjóðurinn kæmi að þessu fyrst okkar háu herrar ræðu ekki við þetta og misstu úr böndunum.

scan0004.jpg


mbl.is Ráðherrar funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband