Færsluflokkur: Dægurmál
Þessi mynd var tekin þegar fyrsta greiðslan barst..
![]() |
Þingmenn með bundið fyrir augun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.11.2008 | 15:12 (breytt kl. 15:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það væri gott ef þingmenn lytu sömu vinnuskyldu og kassastarfsmenn í verslunum.
Að vera starfsmaður á kassa er ábyrgðarfullt starf og ef ekki stemmir er viðkomandi látin víkja, ansi er ég nú hræddur um að það væri fáliðað á Alþyngi ef þeir væru látnir víkja sem ekki standa sig. Vinsamlega sleppið okkur við svona dóna samanburði.
Nú fara kjósendur að verða full saddir af sinnuleysi þing- og stjórnsýslumanna þetta endar með ósköpum ef þetta fer ekki að lagast og það strax.
![]() |
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 5.11.2008 | 15:13 (breytt kl. 15:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Prentarinn hefur bara verið á undan sinni samtíð.
Þetta er flottur seðill sem væntanlega kemur í umferð þegar Davíð hættir störfum. Gott væri að vita hvar hann var innleystur því Bessastaðabóndinn fer að komast í ham við orðuveitingar til að sópa yfir afglöp sín og eiga viðkomandi skilið Fálkaorðuna.
![]() |
Notaði seðil með mynd af Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 5.11.2008 | 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er allt útlit fyrir að ég verji sumarfríinu 2009 svona:
Vinsamlega smella á mynd.
![]() |
Samson synjað um framlengingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 4.11.2008 | 15:32 (breytt kl. 15:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnarformaður norsku stofnunarinnar Eksportfinans útilokar ekki, að stofnunin kæri stjórn Glitnis á Íslandi til lögreglu ef 415 milljónir norskra króna....
Ég veit ekki betur en að þetta hafi verið "kerfisvilla" sem slapp framhjá endurskoðun bankans tvö ár í röð þetta eru ekki "þjófar" sem stjórnuðu bankanum. ( HAHAHAHAHHAHA)
![]() |
Íhugar að kæra stjórn Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 4.11.2008 | 09:09 (breytt kl. 09:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
endur vekja líkið það er efnahagskerfið sem fyrst enda langt um liðið að ósannsögli maðurinn Haarde sagði að gjaldeyrisflæðið kæmist á skrið.
Það er ömurlegt að maður eins og Geir sé að segja ósatt í tíma og ótíma og þurfa svo að éta það ofan í sig.
Valdabaráttan innan flokksins verður innan skamms í hámarki en það versta er að kandídatarnir eru allir óhæfir til verksins. Hver vill sjá mann eins og Sigurð Kára sem hefur ekkert til málanna að leggja annað en að hefja sölu áfengis í dagvöruverslunum, hefur einhver heyrt hann leggja eitthvað til málana varðandi kreppuna og lítið hefur borið á Guðlaugi Þór, er það vegna þess að hann er óhæfur sem þingmaður? Spurning hvort hann fá rútufarma frá Fjölni í prófkjörið næst.
Nú er tími fyrir hina hæfu að stiga fram, við þörfnumst ekki klofins flokks á þessum síðustu og verstu.
Látum ekki hlægja að okkur endalaust, það verður eitthvað að gerast NÚNA.
![]() |
Norðmenn lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 3.11.2008 | 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi spurning var sett fram þegar Nixon flækti sig í W-gate málið með lygum og var mynd af honum fyrir ofan.
Sama datt mér í hug þegar ég sá myndina sem fylgir fréttinni. Annað sem ég sé er léleg auglýsing hans á vatninu sem hann er að markaðssetja og minnir mig á þegar Kristján Jóhannsson sló fréttamanninn og talaði um rauðu brjóstin þá hélt hann á geisladisknum sínum sem varð algert flopp að mér skilst. Það þarf bara að klára þetta mál.
![]() |
Frávísunarkrafa á nýjum grunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 3.11.2008 | 12:41 (breytt kl. 12:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langloku símsvara veldu 1 2 3 o.s.f. þessi er á Kleppi:
Þegar maður hringir á Klepp þá kemur sjálfvirkur símsvari:
"Þú ert kominn í samband við Klepp.
Ef þú hefur fjárfest í íslenskum bönkum, ýttu þá á einn.
Ef þú ert farinn að hamstra matvæli í Bónus, ýttu á tvo.
Ef þú heldur virkilega að einhver verði látinn sæta ábyrgð á hruninu, ýttu á þrjá.
Ef þú treystir stjórnmálamönnum og öðrum íslenskum amatörapaköttum til að leysa úr vandanum, ýttu á fjóra.
Ef þér finnst skynsamlegt að sömu hlandaularnir sem áttu stóran þátt í hruninu, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin, sjái um uppbygginguna, ýttu á fimm.
Ef þú heldur að krónan sé gjaldgengur gjaldmiðill, ýttu á sex.
Ef þú ert búinn að gleyma lofræðum forsetans um útrásarkrimmana, ýttu á sjö.
Ef ekkert er valið þá verður þér gefið samband við útibúið við Austurvöll.
Þú ert númer 168.537 í röðinni."
Dægurmál | 31.10.2008 | 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eitthvað kannast manni við svona viðskiptahætti en eftir stendur spurningin hver tapaði.
Ef ég sel eign fyrir 10 miljónir ( maður kann varla að skrifa þetta lengur, allt er mælt í miljörðum í dag) og sá sem kaupir hana selur aftur á 12 miljónir þá hlýtur einhver að hafa tapað 2 miljónum sem ég tel að hafi verið seinni kaupandinn því varla stækkaði eignin við fyrri viðskiptin.
![]() |
Fengu verðbréfafyrirtæki ókeypis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 30.10.2008 | 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var að ræða við dóttur mína í dag en hún býr í London.
Ég hef haft áhyggjur af þeim því þau eru með tvö börn sem eru í skóla og leikskóla. Hún sagði mér að það hafi engin sagt nokkurn skapaðan hlut við hana vegna krísunnar. Ég spyr mig líka, hvers vegna ætti einhver að gera það, þau hafa ekkert gert til að skapa þessar aðstæður.
Ekki vildi ég vera starfsmaður í Köben eftir niðurbrot dagsins, ég yrði persónulega brjálaður ef að ég lenti í svona stoppi, hvers vegna klára flugfélögin ekki að koma fólki til síns heima?
Dægurmál | 29.10.2008 | 17:26 (breytt kl. 17:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar